13 Desember verður haldið WorldArchery Indoor World Series Open mót á Íslandi og þrjú slík til viðbótar í Janúar 2022 – þú mátt keppa 😊

Við hvetjum alla keppendur óháð aldri eða getustigi sem vilja nota sér tækifærið að keppa á Indoor World Series (IWS) á vegum heimssambandsins að skrá sig sem fyrst á mótin sem nefnd eru hér fyrir neðan. Við óskum líka eftir því að aðildarfélög BFSÍ og iðkendur þeirra komi þessu til skila til sinna raða svo að enginn missi af.

Open ranking í Indoor World Series virkar þannig að þrjú bestu skor viðkomandi keppanda, á mótum sem tengd eru við WorldArchery Indoor World Series, gilda í Open Ranking listann hjá heimssambandinu.

Eftirfarandi mót á Íslandi eru tengd við WorldArchery Indoor World Series:

Nú þegar hafa verið haldin tvö slík mót í samstarfi við WorldArchery, sem voru Íslandsmeistaramótið innanhúss 2021 og Íslandsmót öldunga innanhúss 2021 sem voru bæði haldin í Nóvember og því einhver skor frá Íslendingum þegar komin inn í Open Ranking listann.

Keppendur þurfa ekkert að gera annað en að skrá sig til keppni á ofangreind mót og keppa eins og á öðrum venjulegum mótum. BFSÍ sér um að senda úrslit mótsins til heimssambandsins og að greiða fyrir þátttöku á IWS (kostnaður vegna þátttöku á IWS er innifalið í þátttökugjaldi Íslensku mótana)

BFSÍ hefur staðið frekar framarlega í innlendu mótahalds og skipulags málum miðað við önnur landssambönd á síðustu árum og því hátt hlutfall Íslenskra móta sem tengd eru við IWS mótaröðina, sjá heildar lista af öllum mótum sem tengd eru við IWS hér. Það mun einnig hafa jákvæð áhrif á stöðu Íslendinga sem taka þátt þar sem fá lönd hafa að svo stöddu skráð þrjú eða fleiri mót í samstarf við IWS. Því eru meiri líkur á því að fleiri Íslenskir keppendur muni enda með fullt hús stiga.

Þetta er í fyrsta sinn sem heimssambandið heldur Indoor World Series með þessu fyrirkomulagi af “Open Ranking” í samstarfi við mótshaldara, en það kom til að miklu leiti vegna örðuleika við ferðalög vegna Covid. Þeir hafa þó tjáð að þeir sjái mikla kosti við að halda slíku áfram á Indoor World Series á næstu árum óháð stöðu Covid, sem við vonum að þeir muni gera.

Vonumst til að sjá ykkur á mótunum 😊

(Umsókn um aðild mótana hér fyrir ofan var send inn í þessari viku og hafa verið samþykkt sem partur af IWS. En mótin sjást ekki enn í lista af mótum sem tengd eru við IWS þar sem heimssambandið hafði ekki en uppfært það skjal þegar þessi fréttagrein er birt)