12 keppendur munu leggja för sína í morgun á Evrópumeistaramótið í bogfimi utandyra 2022. Mótið er haldið í Munich Þýskalandi dagana 6-12 júní.
Hver þjóð má að hámarki senda eitt lið (3 einstaklingar) per keppnisgrein/kyn og Ísland því að skipa fullum karla og kvenna liðum á mótunum.
Sveigboga karla liðið: Haraldur Gústafsson Skaust, Oliver Ormar Ingvarsson Boginn og Dagur Örn Fannarsson Boginn.
Sveigboga kvenna liðið: Marín Aníta Hilmarsdóttir Boginn, Valgerður E. Hjaltested Boginn og Astrid Daxböck Boginn
Trissuboga karla liðið: Alfreð Birgisson Akur, Albert Ólafsson Boginn og Dagur Örn Fannarsson Boginn
Trissuboga kvenna liðið: Anna María Alfreðsdóttir Akur, Ewa Ploszaj Boginn og Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir Boginn.
Við spáum því að trissuboga kvenna liðið komist í a.m.k. 16 liða úrslit á mótinu og að hörð samkeppni verði í lokakeppni trissuboga karla liðsins og sveigboga kvenna liðsins um að komast í 16 liða úrslit fyrir okkar fólk.
Anna María Alfreðsdóttir 19 ára og Marín Aníta Hilmarsdóttir 18 ára eru báðar taldar eiga mestu möguleika af Íslensku keppendunum á því að komast langt á mótinu. En það mun fara eftir því hvernig dagsformið verður og þeir tveir íþróttamenn sem flestir munu án vafa fylgjast mest með á mótinu.
Anna vann brons og sló Íslandsmetið á heimslistamótinu í Slóveníu í maí og endaði í fjórða sæti EM innandyra í febrúar í U21 flokki þannig að árið byrjaði mjög flott hjá Önnu. Ef Anna nær að skila sambærilegri eða betri frammistöðu en í Slóveníu eru miklar líkur á því að hún komist í 16 manna úrslit eða hærra á EM.
Marín hefur farið hægar af stað á þessu tímabili en hún fékk Covid og komst því ekki á EM innandyra í febrúar og utandyra tímabilið byrjaði hægt hjá henni. En hún skoraði 593 stig á síðasta móti á Íslandi, lágmarksskorið fyrir Evrópuleika er 600, þannig að Marín er að komast í gírinn aftur.
EM er einnig fyrsta undankeppni Evrópuleika 2023 í Póllandi. Anna og Marín eru því einnig taldar líklegastar til þess að vinna þátttökurétt á Evrópuleikana fyrir Ísland á þessu móti.
Marín v/m og Anna h/m, mynd af Veronicas Cup World Ranking Event 5-8 maí 2022.
Undankeppni Evrópuleika á mótinu:
Stutt lýsing á ferlinu til að vinna þátttökurétt á Evrópuleikana í bogfimi:
Heimþjóðin Pólland fær fullan þátttökurétt í öllum keppnisgreinum á Evrópuleikunum.
Topp 8 einstaklingar í trissuboga í hvoru kyni munu fá þátttökurétt á Evrópuleikana, en max 1 þátttökuréttur per þjóð. Því er líklegt ef tveir eða fleiri frá sömu þjóð eru í topp 8 að annar útsláttur verði haldin meðal þeirra sem eru í 9-16 sæti á föstudeginum til að úthluta síðustu þátttökuréttum. En ekki er hægt að segja nákvæmlega til um hvernig það verður þar sem það mun byggjast á hverjir eru í topp 8 á fimmtudaginn næsta (t.d. ef það er einn frá hverri þjóð og enginn frá Póllandi þá verður enginn auka útsláttarkeppni).
Í trissuboga karla eru 31 þjóð að keppa um þessa 8 þátttökurétti sem verður úthlutað núna á Evrópuleikana og 21 þjóð að keppa um 8 þátttökuréttina í trissuboga kvenna.
Í sveigboga fá 5 efstu lið á EM þátttökurétt, svo er 16 einstaklings þátttökuréttum úthlutað (1 per þjóð max) til þeirra þjóða sem eru í efstu 16 sætum og unnu ekki þátttökurétt fyrir lið. Líklegt að það verði auka útsláttur meðal þeirra sem eru í 17-32 sæti á mótinu sem berjast um síðustu þátttökurétti á Evrópuleikana, en við munum sjá það á lokaniðurstöðum á fimmtudaginn hvernig það endar.
Í sveigboga karla eru 39 þjóðir að keppa um þátttökurétt á Evrópuleika og 21 þjóð mun fá þátttökurétt á þessu móti. 29 þjóðir í sveigboga kvenna og 21 þjóð sem mun fá þátttökurétt.
Þannig að ef að Anna kemst í 8 manna úrslit og Marín í 16 manna úrslit munu þær 100% fá þátttökurétt á Evrópuleikana 2023.