Hrekkjavöku mótinu lokið með style

Eldri flokkar voru að ljúka keppni rétt í þessu.

Nákvæm úrslit er hægt að finna hér.


http://www.ianseo.net/Details.php?toid=3296

Astrid Daxböck vann Gull í sveigboga kvenna með skorið 518

Ewa Ploszaj vann Gull í trissuboga kvenna með skorið 548

Ragnar Þór Hafsteinsson vann Gull í sveigboga karla með skorið 520

Valur Pálmi Valsson vann Gull í trissuboga karla með skorið 557

Ingólfur skoraði gott skor líklega nálægt personal best á mótinu 489 stig.

Siggu gekk illa sökum hungurs.

Justyna stóð sig vel á fyrsta mótinu sínu á Íslandi og negldi silfur í sveigboga kvenna.

Arnar Brynjarsson ákvað að keppa í opnum flokki og endaði í 4 sæti en hefði auðveldlega unnið gull ef hann hefði keppt í sínum aldursflokki fyrr um daginn sem var U21 flokkur í trissuboga karla.

Yngri flokkarnir stóðu sig vel og sló 3 Íslandsmet fyrr um daginn sjá hér.

3 Íslandsmet á Hrekkjavöku mótinu

Annars gekk mótið frábærlega vel. Þakkir til eftirfarandi.

Tryggvi Einarsson fyrir dómgæslu og skotstjórn.

Guðmundur Örn Guðjónsson fyrir dómgæslu og rafrænt skor.

Astrid Daxböck fyrir skotstjórn og skipulagningu.

Næsta mót framundan er Íslandsbikarinn 5. Nóv.