Áramótamót Ungmenna 2018

Áramótamót Ungmenna 2018

When

30/12/2018    
All Day

Event Type

Áramótamót Ungmenna 2018 verður haldið í Bogfimisetrinu Dugguvogi 2 104 Reykjavík.
Dagsetning mótsins er sunnudagur, 30.12. 2018. Skráningu á mótið verður lokað 23. Desember kl.18:00.

Dagskráin er:
KL.13:00 : 3 upphitunarumferðir og svo strax í 60 örva undankeppni fyrir alla flokka
KL.16:00 : Útsláttarkeppni á meðal 2 efstu í hverjum flokki um Gull medalíuna.
KL.16:30 : Verðlaunaafhending.

Aldursflokkar eru. (Aldur miðast við fæðingarár ekki fæðingardag)
U-21 (20 ára á árinu og yngri) Junior 18 metrar – 40cm skífa, (lítil 10 fyrir compound)
U-18 (17 ára á árinu og yngri) Cadet 18 metrar – 40cm skífa, (lítil 10 fyrir compound)
U-15 (14 ára á árinu og yngri) Cub 12 metrar – 60cm skífa, (lítil 10 fyrir compound)
Nýliðaflokkur (allur aldur frá 8-20 ára) 9 metrar – 80cm skífa (5-10 skorsvæði)

Bogaflokkar eru:
Sveigbogi
Trissubogi
Berbogi

Gaman væri að mæta með piparkökur, smákökur, jólaöl, heitt kakó, pönnukökur, vöfflur eða eitthvað matarkyns og eitthvað til að drekka og setjast saman eftir mótið 🙂

Ef þig vantar einhverjar viðbótar upplýsingar um mótið eða aðstoð við skráningu á mótið endilega hafðu samband við astrid@archery.is

Reglur bogfiminefndar og heimssambandsins um mót gilda nema annað sé tekið fram hér fyrir ofan.

Úrslit verður hægt að finna á iaenso.net
http://ianseo.net/TourList.php?Year=2018&countryid=ISL&comptime=&timeType=utc

Ef þið eruð með einhverjar spurningar, endilega hafið samband við astrid@archery.is

 

Be the first to comment

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.