Guðbjörg Reynisdóttir er að keppa um gull á Norðurlandameistarmóti ungmenna í fyrramálið.
Guðbjörg varð Norðurlandameistari í fyrra í bæði einstaklings og liðakeppni U21 berboga. Það lítur út eins og hún ætli að endurtaka verkið.
Hún keppir á móti Sandra Lindblom frá Svíþjóð sem tapaði fyrir Guðbjörgu í gull medalíu keppninni í fyrra.
Sandra var hæst í undankeppninni með 448 stig en Guðbjörg var rétt fyrir neðan í 2 sæti í undankeppni með 430 stig.
Guðbjörg sló Maia Spange frá Noregi út í undanúrslitum með öruggum sigri 6-0 til að komast í gull keppnina.
Guðbjörg er einnig á leiðinni á Evrópumeistaramótið í U21 flokki í Slóveníu í næsta mánuði.
Guðbjörg er nýlega gengin til liðs við nýlegt félag í Hafnarfirði, Bogfimifélagið Hróa Hött. Og þetta er fyrsta sinn sem einhver keppir á Norðurlandamóti Ungmenna frá Hróa Hetti.