
Valgerður Einarsdóttir Hjaltested vann fimmta einstaklings Íslandsmeistaratitil sinn í kvenna flokki í röð á Íslandsmeistaramóti innandyra í sveigboga (ÍM-I-S) 23 mars. Vala vann einnig þriðja Íslandsmeistaratitilinn sinn í röð í félagsliðakeppni með BF Boganum í Kópavogi.
Valgerður vann sveigboga kvenna utandyra titilinn 2023/2024 og innandyra titilinn 2023,2024,2025. Fimm titlar í röð, sem jafnar lengstu sigurröð sveigboga kvenna sem Marín Aníta Hilmarsdóttir liðfélaga Valgerðar á. Marín vann titlana innandyra 2020,2021,2022 og utandyra 2021,2022. Vala og Marín eru meðal sterkust keppanda okkar í sveigboga og hafa mætt hver annarri í gull úrslitaleikjum næstum allra Íslandsmeistaramóta nánast í manna minnum. Leikirinn þeirra eru alltaf gífurlega jafnir og fjölmargir þeirra hafa endaði í jafntefli og bráðabana til að ákvarða sigurvegarann. Stelpurnar hafa líka tekið samanlagt 4 af 5 af Íslandsmeistaratitlum óháð kyni (þar sem “allir” konur, karla og kynsegin keppa um titilinn), þar sem að karlarnir hafa ekki náð að sigra þær. Þó að Marín sé enþá leiðandi með þrjá titla óháð kyni á móti einum Valgerðar í dag. Stelpurnar eru kjarni sveigboga kvenna landsliðsins og kepptu meðal annars um bronsið í sveigboga kvenna á EM 2024.
Í keppni um sveigboga kvenna titilinn var Valgerður efst í skori í undankeppni og sat því hjá í 16 manna úrslitum. Vala vann leikinn sinn í 8 manna úrslitum 6-2 og svo í undanúrslitum 7-3. Valgerður mætti því Marín Anítu (hverjum hefði dottið það í hug) í gull úrslitaleik kvenna á Íslandsmeistaramótinu um helgina. Gull úrslitaleikurinn á milli Völu og Marínar var mjög jafn og spennandi.
- Lota 1: Vala 28-27 Marín. Staðan 2-0
- Lota 2: Vala 27-28 Marín. Staðan 2-2
- Lota 3: Vala 26-27 Marín. Staðan 2-4
- Lota 4: Vala 28-26 Marín. Staðan 4.4
Stelpurnar jafnar á leið í fimmtu og síðustu lotu leiksins. Þar sem að Vala tók ótrúlega fullkomna lotu með 10-10-10, 30 stig á móti 26 frá Marín og Vala tók því sigurinn og Íslandsmeistaratitil kvenna þriðja skiptið í röð innandyra.
Í félagsliðakeppni unnu Valgerður og Marín, ásamt liðsfélaga sínum Ragnari Þór Hafsteinssyni í BF Boganum, Íslandsmeistaratitil félagsliða innandyra annað árið í röð. Úrslitaleikurinn var gegn Akureyringum í ÍF Akri þar sem að lið Völu tók nokkuð öruggann sigur 5-1 og tóku Íslandsmeistaratitil félagsliða 2025.
Í keppni um titilinn óháð kyni var Vala titilverjandi þar sem að hún vann Íslandsmeistaratitilinn óháð kyni 2024 innandyra. Vala vann sig í gegnum 16 manna og 8 manna úrslit með mjög öruggum 6-0 sigri í báðum tilfellum, en í undanúrslitum skaut Vala frábærann leik og var með hærra skorið, en var óheppin með hvernig stigin röðuðust í lotunum og tapaði 6-4. Vala keppti því í brons úrslitaleiknum óháð kyni þar sem hún mætti Ragnari Þór liðsfélaga sínum í gífurlega jöfnum leik sem endaði í jafntefli 5-5 eftir fimm lotur. Því þurfti bráðabana til þess að ákvarða hvort þeirra tæki bronsið. Vala og Ragnar skutu bæði fullkomið skor í bráðabananum (10 stig) en ör Ragnars var 6,5 millimetrum nær miðju og hann því lýstur sigurvegari leiksins og tók bronsið.
Það er oft aðeins millimetra munur á 18 metra færi sem ákvarðar sigurvegara leikjana. Samkeppnin í sveigboga er gífurleg og jöfn á efstu stigum íþróttarinnar.
Samantekt af árangri Valgerðar á Íslandsmeistaramótinu í sveigboga meistaraflokki:
- Íslandsmeistari kvenna (þriðja titilinn í röð innandyra og fimmta titilinn í röð yfirhöfuð)
- 4 sæti óháð kyni
- Íslandsmeistari félagsliðakeppni (annar titilinn í röð innandyra og þriðji titilinn í röð yfirhöfuð)
Mögulegt er að horfa á alla úrslitaleiki ÍM í sveigboga á Archery TV Iceland Youtube rásinni: