
Valgerður Einarsdóttir Hjaltested endaði í 8 sæti í liðakeppni og 33 sæti í einstaklingskeppni á Evrópubikarmóti – EB (European Grand Prix – EGP) í meistaraflokki í Amsterdam Niðurlöndum 21-26 júlí.
Valgerður náði hæsta sæti sem sveigboga kona hefur náð í undankeppni Evrópubikarmóts til dags (31 sæti var áður 33 sæti) og það var þrátt fyrir að hafa skotið eitt M. Þannig að eitthvað meira til í þeim tanki fyrir framtíðina.
Í fyrsta útsláttarleik Evrópubikarmótsins enduðu á móti hver annarri tvær hæstu stelpurnar okkar Marín og Valgerður. Óheppilegt þar sem að aðeins ein gat unnið og haldið áfram, en þær eru vel kunnugar hver annarri þar sem þær eru alltaf að keppa á móti hver annarri á Íslandi og mjög jafnt er á milli þeirra. En hér tók Marín sigurinn og sló Valgerði út 6-2 og hélt því áfram í 32 manna útslætti. Valgerður endaði því í 33 sæti.
Í liðakeppni var Marín ásamt liðsfélögum sínum í Íslenska liðinu, Astridi og Valgerði, í 8 sæti í undankeppni EB á nýju Íslandsmeti 1579 stig, metið var 1549 stig áður. Í útsláttarleikjum voru stelpurnar slegnar út af liði Þýskalands (sem vann m.a. brons á ÓL í Tókyó) í 8 liða úrslitum 6-0 og stelpurnar okkar enduðu því í 8 sæti á Evrópubikarmótinu.
Mögulegt er að lesa nánar í frétt Bogfimisambands Íslands hér:
Besti árangur Íslands í nokkrum greinum á Evrópubikarmótinu í Amsterdam