Valgerður Hjaltested úr BF Boganum í Kópavogi varð Bikarmeistari BFSÍ í sveigboga 2025 með 1096 stig á móti 1075 stigum Önnu Guðrúnu Yu Þórbergsdóttur, sem endaði í öðru sæti Bikarmótaraðarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Valgerður verður Bikarmeistari innandyra, en hún hefur áður unnið Bikarmeistaratitilinn utandyra árið 2023.
Fjórir efstu í Bikarmótaröð BFSÍ árið 2025 voru:
- Valgerður Hjaltested – 1096 stig, BFB Kópavogur
- Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir – 1075 stig, BFB Kópavogur
- Ari Emin Björk – 1043 stig, ÍFA Akureyri
- Georg Elfarsson – 946 stig, ÍFA Akureyri
Hörð samkeppni var um titilinn. Á síðasta Bikarmóti vann Anna Guðrún mótið eftir að skjóta 10 á móti 9 í bráðabana. Það var þó ekki nóg til að taka sigurinn af Valgerði í mótaröðinni. Á bikarmótinu sem haldið var í nóvember enduðu Valgerður og Anna aftur í bráðabana um gullið, en þá hafði Valgerður betur og skaut 10 á móti 9.
Bikarmótaröð BFSÍ 2024-2025 innandyra samanstóð af fimm Bikarmótum sem haldin voru í Bogfimisetrinu í september, október, nóvember, desember og janúar.
Bikarmeistari BFSÍ í hverri keppnisgrein eru þeir sem ná hæsta samanlagða árangri og tveimur bestu skorum úr Bikarmótum BFSÍ á tímabilinu.
Keppt er í bikarmótum BFSÍ óháð kyni, það er að segja, allir keppa á móti öllum.
Bikarmeistara BFSÍ titlinum fylgir einnig 50.000 kr. í verðlaunafé.