Vala Lovísa Íslandsmeistari U21 kvenna

Vala Lovísa Andersen Daníelsdóttir úr Langbogafélaginu Freyju Íslandsmeistaratitil U21 kvenna á Íslandsmeistaramótinu (ÍM) í Langboga og hefðbundnum bogum um helgina.

Í gull úrslitaleik kvenna U21 mættust Karólína Karlsdóttir úr BF Boganum í Kópavogi og Vala Lovísa Andersen Daníelsdóttir úr Langbogafélaginu Freyju í Reykjavík.

Þar tók Vala öruggann sigur í þrem lotum 6-0 og tók Íslandsmeistaratitil U21 kvenna (sá sem er fyrr að ná 6 stigum vinnur).

Vala 22-11 Karólína staðan 2-0
Vala 21-18 Karólína – Staðan 4-0
Vala 21-12 Karólína – Staðan 6-0

Mikill fögnuður var meðal liðsfélaga hennar sem stormuðu völlinn þegar úrslitin voru ljós.

Þetta er fimmti Íslandsmeistaratitill Völu en hún hefur áður unnið 2 titla í U16 flokki og 2 titla í U21 flokki.

Vala vann einnig silfur verðlaun á ÍM U21 í Langboga/H óháð kyni á mótinu.

Nánari upplýsingar um ÍM í langboga/hefðbundnum bogum er mögulegt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands á bogfimi.is

Íslandsmeistaramótinu í Langboga lokið. Úrslitin byrjuðu og enduðu á bráðabönum