Vala Lovísa Andersen Daníelsdóttir tvöfaldur Íslandsmeistari U16 og með þrjú Íslandsmet á ÍM U16

Vala Lovísa Andersen Daníelsdóttir kom sá og sigraði á Íslandsmeistaramóti U16 sem haldið var í Bogfimisetrinu laugardaginn 12 apríl. Vala vann Íslandsmeistaratitil U16 kvenna og Íslandsmeistaratitil U16 (óháð kyni). Vala sló einnig Íslandsmetin í öllum aldursflokkum ungmenna. Þar sem að allir aldursflokkar í langboga keppa á sömu fjarlægð og skífustærð þá sló Vala Íslandsmetið í U16, U18 og U21 flokki langboga kvenna á mótinu, með töluverðum mun 306 stig á meðan eldra Íslandsmetið var 90 stig.

Samantekt af árangri Völu um helgina:

  • Íslandsmeistari Langboga kvenna U16 – Vala Lovísa Andersen Daníelsdóttir – BF Boginn
  • Íslandsmeistari Langboga (óháð kyni) U16 – Vala Lovísa Andersen Daníelsdóttir – BF Boginn
  • Íslandsmet Vala Lovísa Andersen Daníelsdóttir – BF Boginn – Langboga U16 – 306 stig (metið var 90)
  • Íslandsmet Vala Lovísa Andersen Daníelsdóttir – BF Boginn – Langboga U18 – 306 stig (metið var 90)
  • Íslandsmet Vala Lovísa Andersen Daníelsdóttir – BF Boginn – Langboga U21 – 306 stig (metið var 90)