Úrslit/lokakeppni í C landsliðsverkefnum

Á árunum 2014-2021 skráði Ísland í C landsliðsverkefni:

  • 215 einstaklinga til keppni í C landsliðsverkefni.

    • af þeim komust 119 í lokakeppni
    • af þeim komust 68 í úrslit
  • 17 lið til keppni í C landsliðsverkefni
    • af þeim komust 17 lið í lokakeppni
    • af þeim komust 15 lið í úrslit
  • Samtals
    • 136 sinnum í lokakeppni
    • 83 sinnum í úrslit

C landsliðsverkefni eru meðal annars: Norðurlandameistaramót ungmenna, Asia Cup, Veronicas Cup og önnur mót sem gefa stig á heims/Evrópulista, HM/EM/HL/EL öldunga, innandyra heimsmótaröð/bikar.

C landsliðsverkefni Keppendur Í lokakeppni Í úrslitum Lið í lokakeppni í úrslitum
Samtals 215 119 68 17 17 15
IWS Jan 2021 11 N/A N/A N/A N/A N/A
IWS Feb 2021 27 N/A N/A N/A N/A N/A
NUM 2021 19 19 14 N/A N/A N/A
IWS Des 2020 17 N/A N/A N/A N/A N/A
IWS Nov 2020 11 N/A N/A N/A N/A N/A
IWS Jan 2020 8 3 1 N/A N/A N/A
NUM 2019 18 18 13 3 3 3
EMG 2019 9 9 5 N/A N/A N/A
EMG víðavangi 2019 4 4 4 N/A N/A N/A
Veronicas Cup 2019 14 14 8 6 6 6
NUM 2018 15 15 10 3 3 2
Veronicas Cup 2018 12 12 3 4 4 4
HM öldunga 2018 7 4 3 N/A N/A N/A
Wcup Nimes 2018 2 0 0 N/A N/A N/A
Asia Cup 2017 3 3 0 1 1 0
Wcup Marrak 2016 12 5 3 N/A N/A N/A
Wcup Las Vegas 2016 1 1 1 N/A N/A N/A
CzechT Fatlaðra 2016 1 1 0 0 0 0
Wcup Marrak 2015 6 4 2 N/A N/A N/A
Wcup Nimes 2015 5 0 0 N/A N/A N/A
Wcup Marrak 2014 13 7 1 N/A N/A N/A

Þess má geta að:

  • Allur kostnaður þátttöku á mótum er á herðum keppenda og því byggðist þáttaka á mótum að miklu á því hvort að Íslenskir keppendur hafa efni á því að taka þátt í verkefnunum. Flest C landsliðsverkefni eru ódýrari en A og B landsliðsverkefni að mestu þar sem þau eru oftast styttri en A/B landsliðsverkefni.
  • Öllum mótum árið 2020 og mörgum mótum 2021 var aflýst vegna Covid en IWS (indoor world series) 2020-2021 var breytt í fjarmótaröð vegna heimsfaraldursins.
  • Í flestum C landsliðsverkefnum er ekki liðakeppni eða liðakeppni getur verið frábrugðin venjulegu sniði (s.s. kynlaus liðakeppni á NUM)
  • Indoor World Cup (síðar endurnefnt Indoor World Series IWS) eru þátttöku mestu mót í bogfimi, fjöldi keppenda getur farið yfir 5000 á stærstu mótunum. Þátttaka í þeim mótum er opin og engin þátttökukvóti per þjóð.