
Stór hópur keppenda er á Evrópumeistaramótinu í Bogfimi innandyra í Tyrklandi um þessar stundir að keppa.
Gengi Íslands í undankeppni EM 2025 í Tyrklandi var nokkuð nálægt því sem áætlað var. Allir keppendur og lið komust áfram eftir undankeppni en hér eru nokkrir sem sköruðu sérstaklega framúr sem er vert að nefna:
Baldur Freyr Árnason var lengst af að berjast um 2 efstu sætin í undankeppni berboga U21 karla en datt niður í 3 sæti í síðustu umferðunum.
Heba Róberts var í 4 sæti í undankeppni berboga U21 kvenna með 499 stig um 12 stigum frá Evrópumetinu, en Ítalska stelpan sem var í efsta sæti tók Evrópumetið á mótinu.
Ragnar Smári Jónasson endaði jafn þremur öðrum í 7 sæti í undankeppni trissuboga karla U21. Hann byrjaði illa í fyrstu lotum undankeppninnar en var svo allt mótið að klifra rólega upp listann aftur, enda seinni umferðin mun betri en fyrri (283-291)
Margir aðrir stóðu sig vel á EM en of mikið er af niðurstöðum er til að koma öllu fyrir í stuttri grein. Enda eru 28 í einstaklingskeppni og 9 lið að taka þátt fyrir Ísland á mótinu.
En fjallað verður um hvern keppanda og hvert lið í fréttum á archery.is eftir að mótinu lýkur.
En eins og útlitið er eftir undankeppni EM er líklegt að Ísland komi með nokkur verðlaun heim af EM í liða og einstaklingskeppni eins og Ísland gerði í fyrsta sinn á EM 2024 í Krótía (þó mest í U21 flokki)
Útsláttarleikir EM voru að byrja í dag (fimmtudag 20 febrúar), Marín Aníta jafnaði fyrstu lotu á móti brons verðlaunahafa síðustu Ólympíuleika í fyrstu leikjum dagsins, en fjöllum um alla leikina síðar. Það snjóar í Tyrklandi 🙃
Smá inside jokes fyrir þátttakendur:
Baldur nota keppnisbolinn sinn til að tyggja, hver þarf frammpartinn af sigtinu sínu eða fingurhlíf í keppni
Henry, enginn veit hvar hann er, en samt er hann alstaðar
Heba vorkennir stelpum úr öðrum löndum
Daníel braut blað í sögu bogans síns
Phukao vill líka fá skotskífur annarra keppenda
Ragnar ákvað að senda vegabréfið sitt heim í annarri flugvél
Þórdís týndi ekki accredidation-inu, það var alltaf í bakpokanum 😉
Sóldís var í Dísin með stutta hárið í Dísaliðinu
Eydís var Dísin með langa hárið í Dísaliðinu
Ari íhugaði að donate-a bakpokann sinn til McDonalds, Búlgari elti hann úr skotstæðinu og hann öfundar munninn á Hannes.
Izaar tapaði hárinu í Filipseyjum
Sölvi var persónulega bestur, dances like a white man og það er sorglega cool
Gummi fékk aðdáun sjálfboðaliða á hárinu hans
Alfreð kann að skrifa og reikna, í alvöru hann kann það
Benedikt er Hannes og Hannes er sjúkraþjálfari, en Benedikt er ekki sjúkraþjálfari
Anna reyndi að vera Marín til að fá passa
Freyja er að íhuga catnapping
Eowyn skaut ekki á vitlausa skífu
Vala hræddi vegginn í undankeppni,
Marín er núna frá Slóvakíu
Astrid er með fallegt nafn í þunglyndum löndum
Georg hélt að Vala væri Gummi
Guðbjörg var að læra á bilaða sprengju
Hannes fékk að snerta dómarana
AIN eru hlutlausir íþróttamenn frá Rússlandi og Belarus, þar sem fæstir vita hvað AIN er 😉
https://tof.smugmug.com/TOF-2025/2025-European-Indoor-Championships
https://freyjabenedikts.smugmug.com/Europe/2025/European-Indoor-Championships
https://www.ianseo.net/Details.php?toId=21434
24 á leið á EM innandyra í Tyrklandi 16-24 febrúar. Tekur Ísland verðlaun heim aftur?