Á Evrópumeistarmótinu í Nottingham í lok maí endaði trissubogalið kvenna í bogfimi í 9.sæti eftir útsláttarkeppni við Frakkland. Ísland byrjaði yfir í keppninni en Frakkland er með eitt sterkasta lið í heimi í þeim flokki og náðu á endanum yfirhöndinni.
| 1R | France (5) |
220:208 | Iceland (12) |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
Winner
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Samt frábær árangur hjá stelpunum okkar sem eru að keppa í annari keppninni sinni í sögu bogfimi á Íslandi. Fyrsta keppnin var heimsmeistaramótið 2015 í Danmörku þar sem stelpurnar voru í 26 sæti.
Á Evrópumeistarmótinu var Ísland einnig með lið í sveigbogaflokki karla og voru þeir í 29.sæti og í trissubogaflokki karla þar sem þeir voru í 19.sæti.
Eftir þetta mót fór trissubogalið kvenna upp úr 46 sæti á heimslistanum í 33.sæti.
Við eigum eftir að sjá meira frá þessum stelpum, þær eiga eftir að lyfta okkur upp í top 10 á heimslistanum á næstu árum 😉


(5)
(12)