
Eins og flestum er líklega þegar kunnugt um kom fram í frétt frá bogfimi heimssambandinu World Archery stuttu fyrir páska um að trissuboga verði bætt við á Ólympíuleikana 2028 í Los Angeles (ekki apríl gabb). En bara í blandaðri liðakeppni (mixed team 1 kk og 1 kvk)
https://www.worldarchery.sport/news/201942/compound-archery-make-olympic-debut-la28
Þetta er varanleg viðbót, semsagt ekki prufuviðburður sem verður bara á Ólympíuleikunum 2028. Oft er nýjum viðburðum á Ólympíuleikana bætt við sem prufuviðburði áður en þeir eru teknir inn sem varanleg viðbót, en svo er ekki í þessu tilfelli. Því má gera ráð fyrir því að trissubogi verði partur af öllum Ólympíuleikum í framtíðinni.
Kvóti keppenda hefur þó ekki aukist úr 64 einstaklingum per kyni og því mun þurfa að taka frá að öllum líkindum fjölda liða í sveigboga til þess að búa til rúm fyrir trissuboga keppendur á Ólympíuleikunum. 12 blönduð lið í trissuboga munu fá þátttökurétt, en ekki er komið út fyrirkomulag um hvernig þeim þátttökuréttum verður úthlutað, það kemur út gróft viðmið í maí 2025 og í byrjun 2026 kemur út undankeppnisfyrirkomulag fyrir ÓL 2026,
Unnið hefur verið að því að bæta við trissuboga á Ólympíuleikana í um 12 ár núna og voru lagðar fyrir tillögur fyrir IOC um viðbót trissuboga 2016, 2020 og 2024 en það gekk ekki upp þá.
Þetta er bæði kostur og ókostur fyrir Íslenska keppendur í trissuboga. Kostur þar sem þeir munu hafa tækifæri til þess að keppa á Ólympíuleikum í framtíðinni, en ókostur af því að samkeppni í greininni á eftir að aukast gífurlega, af því að í mörgum löndum eru aðeins keppnisgreinar á Ólympíuleikum sem fá fjárstyrki frá sínum Ólympíunefndum, og nú mun meira fjármagn sem allar þjóðir munu setja í trissuboga aukast gífurlega.
Þetta gæti líka gert keppendum í sveigboga erfiðara fyrir að vinna þátttökurétt á Ólympíuleikana, þar sem að þátttökuréttum í sveigboga mun fækka að einhverju leiti til þess að koma trissuboga fyrir. En það kemur allt í ljós síðar 😊