Þú heitir?
Tómas Gunnarsson
Við hvað starfaðu?
Lyftaramaður hjá ÚA þurrkun Laugum
Menntun þín?
Skóli Lífins
Hvað ertu gömul/gamall og hvaða stjörnumerki ertu?
44 ára og meyja
Hvar býrðu og/eða hvaðan ertu?
Bý á Laugum í Þingeyjarsveit
Uppáhalds drykkurinn?
Vatn og Kók
Ertu í sambandi?
Já ég er giftur
Hvað hefurðu stundað bogfimi lengi?
Frá því í Febrúar 2012 eftir að hafa tekið námskeið hjá Guðmundi Smára
Í hvaða bogfimifélagi ertu?
UMF Eflingu
Hver er þín uppáhalds bogategund?
Sveigbogi
Hvaða boga ertu mest að skjóta núna, hvaða tegund og hvaða dragþyngd er hann osfrv?
Sveigbogi SF, Win Win armar, dragþ 40 pund
Eftirminnilegasta atvikið í bogfiminni?
Allt
Hvað mætti gera betur í bogfimi á Íslandi?
Fá fleira fólk til að æfa og keppa
Hvað er gert vel í bogfimi á Íslandi?
Opnun Bogfimisetursins og aðgengi að dóti fyrir bogfimi.
Hver er þinn helsti keppinautur?
Sá sem er efstur hverju sinni
Hvert er markmiðið þitt?
Verða betri en ég er í dag
Um þig (lýstu þér sjálfum í nokkrum orðum, eins og til dæmis þinn besti árangur í bogfimi, hvað finnst þér skemmtilegt að gera eða borða eða hvað sem er sem lýsir þér)?
Besti árangur 3 sæti á RIGG og einnig 3 sæti á íslandsmótinu utanhús á Laugum sumarið 2013. Skemmtilegast er öll skotfimi, æfa hana og vera í góðum félagaskap, allur matur er góður
Hvað er það nýjasta sem þú persónulega hefur lært í bogfimi í tækni( eða hvað ertu að prófa núna)?
Ekkert sérstakt
Eru einhver önnur skilaboð sem þú vilt koma til þeirra sem þetta lesa?
Verum dugleg að æfa og taka þátt í skemmtilegri íþrótt sem bogfimin er
Dettur þér einhver önnur skemmtileg spurning sem mætti vera á þessum spurningalista?
Nei