Tinna Guðbjartsdóttir Langbogakona ársins 2025 fyrst á ná titlinum

Tinna Guðbjartsdóttir í LF Freyju Reykjavík var valin Langbogakona ársins 2025 af Bogfimisambandi Íslands.

Tinna Guðbjarts átti flott ár í innlendri keppni og sló meðal annars einstaklings Íslandsmetið í meistaraflokki innandyra og utandyra, vann Íslandsmeistaratitil kvenna utandyra og sló tvö félagsliðamet og tók titilinn með félagsliði sínu á ÍM utandyra.

Tinna er fyrst til þess að hljóta viðurkenningu sem Langbogakona ársins. Tinna er 41 árs gömul.

Árið 2025 var fyrsta ár sem veittar voru viðurkenningar fyrir Langbogamann og Langbogakonu ársins. Þar sem að langboga/hefðbundnum var bætt við sem formlegri keppnisgrein á Íslandsmeistaramótum frá og með árinu 2025. Haukur og Tinna úr Langbogafélaginu Freyju voru þau fyrstu til þess að hreppa þær viðurkenningar.

Ýmis tölfræði:

  • Íslandsmeistaratitlar 2025
    • Íslandsmeistari Meistara Einstaklinga Kvenna Langboga Utandyra Freyja Reykjavík (ÍBR) Tinna Guðbjartsdóttir
    • Íslandsmeistari Meistara Félagsliða Óháður kyni Langboga Utandyra Freyja Reykjavík (ÍBR) Haukur Hallsteinsson Tinna Guðbjartsdóttir Guðrún Þórðardóttir
  • Met 2025
    • Íslandsmet Tinna Guðbjartsdóttir Freyja – Reykjavík – ÍBR Meistaraflokkur Langbogi Kvenna W Utandyra Undankeppni Einstaklingsmet 324 Íslandsmeistaramót Þorlákshöfn (ISL) 21-22 Jun 2025
      Íslandsmet Tinna Guðbjartsdóttir Freyja – Reykjavík – ÍBR Meistaraflokkur Langbogi Kvenna W Utandyra Undankeppni Einstaklingsmet 504 Bikarmót BFSÍ Þorlákshöfn (ISL) 19 Jul 2025
      Íslandsmet Haukur Hallsteinsson Guðrún Þórðardóttir Tinna Guðbjartsdóttir Freyja – Reykjavík – ÍBR Meistaraflokkur Langbogi Blandað lið Utandyra Undankeppni Liðamet 1069 Íslandsmeistaramót Þorlákshöfn (ISL) 21-22 Jun 2025
      Íslandsmet Tinna Guðbjartsdóttir Guðrún Þórðardóttir Daníel Örn Arnarsson Linduson Freyja – Reykjavík – ÍBR Meistaraflokkur Langbogi Blandað lið Utandyra Undankeppni Liðamet 1485 Bikarmót BFSÍ Þorlákshöfn (ISL) 19 Jul 2025
      Íslandsmet Tinna Guðbjartsdóttir Freyja – Reykjavík – ÍBR Meistaraflokkur Langbogi Kvenna W Innandyra Undankeppni Einstaklingsmet 495 Bikarmót BFSÍ Bogfimisetrið (ISL) 27 Sep 2025

Öllum mótum á tímabilinu sem hafa áhrif á valið er lokið og því mögulegt að birta fréttina fyrr.

Tinna Guðbjartsdóttir vinnur fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn á ÍM25 um helgina