Tinna Guðbjarts Íslandsmeistari kvenna í annað sinn og sló Íslandsmetið í sinni grein

Tinna Guðbjartsdóttir úr Langbogafélaginu Freyju í Reykjavík (LFF) vann Íslandsmeistaratitil kvenna á Íslandsmeistaramóti Langboga/hefðbundnum bogum í Bogfimisetrinu um helgina.

Þetta er annar Íslandsmeistaratitilinn Tinnu í einstaklingskeppni en hún vann einnig titilinn utandyra 2025

Meistaraflokkur kvenna úrslit ÍM

Í gull úrslitum mættust Tinna Guðbjartsdóttir LFF og Guðrún Þórðardóttir LFF. Báðar stelpurnar höfðu skorað yfir Íslandsmeti kvenna í undankeppni ÍM, en Tinna með eilítið hærra og tók því formlega metið. Mjög jafnt á milli þeirra en Tinna talin eilítið líklegri til sigurs. Það sást í leiknum þar sem ekki mikill munur var á skorum, en Tinna náði að vinna 3 af 5 lotum og leikurinn endaði því 6-2 og Tinna tók sigurinn og Íslandsmeistaratitil kvenna.

Í brons úrslitum mættust Lóa Margrét Hauksdóttir BFB og Jana Arnarsdóttir LFF. Það var einnig mjög jafnt milli þeirra í undankeppni ÍM í skori, en Lóa sló U21 Íslandsmetið á mótinu, og hefur unnið til silfur verðlauna á EM í annarri keppnisgrein og því talin sigurstranglegri. Sem stemmdi og Lóa tók nokkuð öruggann sigur 6-2 og bronsið í kvenna.

Nánari upplýsingar um ÍM í langboga/hefðbundnum bogum er mögulegt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands á bogfimi.is

Íslandsmeistaramótinu í Langboga lokið. Úrslitin byrjuðu og enduðu á bráðabönum