Þrír Íslenskir keppendur á European Master Games í Finnlandi

tiro con l'arco European Master Games 2019 Castello di Rivoli 01/08/2019 Foto M.Matta

European Master Games – EMG (Evrópuleikar öldunga) eru haldnir í þessari viku í Tampere í Finnlandi af International Master Games Association (IMGA).

Þrír Íslenskir keppendur eru að keppa á mótinu

  • Albert Ólafsson í trissuboga karla 60+
  • Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir í trissuboga kvenna 60+
  • Þorsteinn Halldórsson í trissuboga karla 50+

EMG er fjölíþróttaviðburður sem haldin er á 4 ára fresti. Síðast var mótið haldið 2019 í Turin Ítalíu og unnu Íslendingar til nokkurra verðlauna þar. Keppt er í 30+, 40+, 50+, 60+ og 70+ aldursflokkum á mótinu og mótið er opið þátttöku fyrir alla sem vilja taka þátt óháð getustigi.

Upplýsingar um leikana í Finnlandi er hægt að finna hér https://www.emg2023.fi/sports/sports-and-disciplines/archery/

Í dag var keppni í víðavangsbogfimi og 28.06 byrjar undankeppni í markbogfimi. Mögulegt verður að fylgjast með mótinu og niðurstöðum þess á ianseo.net.

https://www.ianseo.net/Details.php?toid=14306