Þorsteinn Halldórsson í 17 sæti á EM fatlaðra

Þorsteinn Halldórsson úr Hróa í Hafnafirði endaði í 17 sæti á EM fataðra sem haldið var í Róm Ítalíu í síðustu viku.

Þorsteinn stóð sig vel í undankeppni EM fatlaðra með skorið 666 og endaði í 16 sæti.

Þorsteinn mætti því Abdullah frá Tyrklandi í fyrsta leik EM (32 manna útslætti). Þorsteinn var að skjóta betur í leiknum og var með forystu meirihluta leiksins, en Abdullah náði að snúa leiknum við í síðustu umferðinni með frábærri lotu úr tveggja stiga forystu Þorsteinns yfir í eins stigs sigur fyrir Abdullah. Bara hrein óheppni að Þorsteinn skyldi ekki hafa unnið leikinn og haldið áfram í topp 16+. En þetta er partur af leiknum, hann er ekki búinn fyrr en hann er búinn.

EM fatlaðra var haldið í Róm Ítalíu 18-24 maí síðastliðinn. 26 þjóðir og 188 þátttakendur voru á mótinu. Það mætti í raun segja að Paralympics 2024 vonir Þorsteins séu úti núna, þar sem öllum undankeppnismótum Paralympics er lokið. En síðasti sénsinn að Ísland (ÍF) fái úthlutuðu boðssæti á leikana fyrir hann. En það telst ekki líklegt að Ísland fái slíkan þátttökurétt að svo stöddu.