Þórir Steingrímsson í 6 sæti á NM ungmenna

Þórir Steingrímsson úr Íþróttafélaginu Akri á Akureyri keppti á NM ungmenna utandyra (NUM) í Óðinsvé Danmörku 3-7 júlí.

Þórir vann fyrsta leikinn 7-3 í 32 manna úrslitum á NM gegn Pål Greger Hansen Bryhn frá Noregi. Þórir var svo sleginn út af NUM í 16 manna úrslitum gegn August Emil Møller frá Danmörku 7-1 og endaði í 9 sæti í einstaklingskeppni.

Í liðakeppni vann Þórir ásamt liðsfélögum sínum í Íslenska liðinu 6-2 sigur á Noregs liði 2 í 16 liða úrslitum, en voru svo slegin út af aðal liði Danmerkur 6-0 í 8 liða úrslitum. Þórir ásamt liðsfélögum (Jenný og Elías) enduðu því í 6 sæti í liðakeppni.

Samantekt af niðurstöðum Þórirs á NUM:

  • 6 sæti sveigboga U16 liðakeppni á NM ungmenna
  • 9 sæti sveigboga karla U16 einstaklingskeppni á NM ungmenna

Frekari upplýsingar um mótið er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Ísland hér:

Frábært gengi Íslands á NM ungmenna í bogfimi um helgina með 5 Norðurlandameistara, 5 Norðurlandamet o.fl.