Þórir Freyr Kristjánsson úr Skotfélagi Austurlands (SKAUST) kom sá og sigraði á Íslandsmóti Ungmenna utanhúss um helgina. Mótið var haldið 27 Júní á Víðistaðatúní í Hafnarfirði af Bogfimisambandi Íslands.
Í undankeppni skoraði Þórir 469 stig sem er Íslandsmet í undankeppni U16 berboga karla. Í gull úrslitum berboga vann Þórir 6-0 gegn Auðun Andra Jóhannesssyni úr BF Hróa Hetti. Finnbogi Davíð Mikaelsson úr BF Boganum tók brons.
Þórir, Auðunn og Finnbogi voru einnig saman með Íslandsmet í undankeppni liða í berboga U16. Þórir og Alexía voru með Íslandsmet í tvíliðaleik (mixed team) berboga U16.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá gull úrslit hjá Þórir og Auðunn. Hægt er að sjá úrslit á ianseo.net