
Þórdís Unnur Bjarkadóttir í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi tók Norðurlandameistaratilinn, endaði í 4 sæti liðakeppni og sló landsliðsmet í liðakeppni á Norðurlandameistaramót ungmenna (NUM) sem haldið var 3-6 júlí í Boras Svíþjóð.
Þórdís var efst í undankeppni mótsins í einstaklingskeppni trissuboga kvenna U18 með 643 stig aðeins með einu stigi frá Julia Hola frá Svíþjóð sem hún myndi mæta í gull úrslitum síðar á mótinu.
Þórdís sat því hjá í 16 manna úrslitum og mætti svo Emilie Brun frá Danmörku í 8 manna úrslitum sem hún vann örugglega
Í undanúrslitum mættust Þórdís og Emilia Malmborg frá Svíþjóð. Þar sem Þórdís hélt sigurgöngunni áfram og vann örugglega 133-121 og hélt því í gull úrslitin.
Í úrslitaleik NM ungmenna mættust Þórdís og Julia Hola frá Svíþjóð. Aðeins 1 stig var á milli þeirra í undankeppni og því vafalaust að um spennandi leik yrði að ræða.
Þórdís byrjaði 2 stigum yfir í fyrstu umferð 27-25. Julia náði að snúa því við í 1 stigs forskot í umferð 2. Þórdís snéri leiknum svo aftur við í 1 stig forskot fyrir sig með fullkominni umferð 10-10-10. Julia náði svo að jafna leikinn í fjórðu umferð og staðan 111-111 og aðeins ein umferð eftir. Þar náði Þórdís 27 stigum á móti 26 stigum frá Julia og tók sigurinn með ör alveg við línuna. Gífurlega jafn leikur og lítið sem skilur þessar stelpur að, en Þórdís var sterkari og tók sigurinn 137-136 og Norðurlandameistaratitilinn í einstaklingskeppni á NM ungmenna 2025
Í liðakeppni mættu Þórdísi og liðsfélagar hennar, Eydís Elide Sartori og Eyrún Eva Arnardóttir, sameinuðu Norðurlandaliði (Nordic Team) í 8 liða úrslitum. Ísland byrjaði með 3 stiga forystu eftir fyrstu umferð, 7 stiga forystu eftir aðra umferð, andstæðingarnir náðu svo að að minnka munninn í 2 stig 151-153 á leið í síðustu umferð. Þar tóku okkar stelpur umferðina 51-49 og leikinn 204-200 og héldu því áfram í undanúrslit NUM. Þær slógu einnig landsliðsmetið í útsláttarkeppni liða sem var áður 201 stig.
Í undanúrslitum mættu stelpurnar okkar liði Svíþjóðar. Svíjar náðu 7 stiga forskoti eftir fyrstu tvær umferðir, stelpurnar okkar náðu að minnka forskotið í þriðju umferð og liðin jöfnuðu fjórðu umferð, ekki nægur tími til að vinna muninni til baka, þannig að Svíjar tóku sigurinn 209-203 og fóru í gull úrslit á meðan að stelpurnar okkar fóru í brons úrslitin. En samt vel gert hjá stelpunum þar sem þær voru aftur yfir gamla landsliðsmetinu sem var 201 stig.
Í brons úrslitum mætti stelpurnar okkar Norska liðinu. Stelpurnar okkar byrjuðu á því að leiða leikinn með einu stigi eftir fyrstu umferð 48-47. Norðmenn snéru því við í 1 stigs forystu í umferð 2. Svo kom eitt úps skot frá okkar stelpum sem M (0 stig framhjá skorsvæði) sem setti þær 14 stigum á eftir og aðeins ein umferð eftir. Þar náðu Norðmenn tveim stigum í viðbót og unnu leikinn örugglega 206-190. Stelpurnar okkar enduðu því í 4 sæti í liðkeppni á NM ungmenna.
Gaman er að geta þess að við tölum um stelpurnar okkar þar sem að allt lið Íslands voru stelpur, en liðakeppni er óháð kyni á NM ungmenna, þannig að stelpurnar okkar voru oftar en ekki að keppa við stráka í hinum liðunum 😉
Niðurstöður af NM ungmenna 2025:
- Þórdís Unnur Bjarkadóttir – Gull (Norðurlandameistari) – Trissuboga U18 kvenna – BFB
- Þórdís Unnur Bjarkadóttir – 4 sæti – Trissuboga U18 lið (Ísland)
- Trissubogi U18 lið útsláttarleikur – 204 stig – Metið var áður 201 stig
- Eyrún Eva Arnardóttir
- Þórdís Unnur Bjarkadóttir
- Eydís Elide Sartori
- (Þau slógu metið tæknilega séð tvisvar með 204 og 203 stig í útsláttarleikjum á NUM)
Frekari upplýsingar er mögulegt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér fyrir neðan
Íslendingar á NM ungmenna taka heim 4 gull, 9 silfur og 6 brons