
Þórdís Unnur Bjarkadóttir úr BFB Kópavogi vann Íslandsmeistaratitil U21 óháð kyni og í félagsliðakeppni og sló tvö Íslandsmet í félagsliðakeppni á Íslandsmóti U21 sem haldið var sunnudaginn 9 mars.
Í einstaklingskeppni (óháð kyni) trissuboga U21 kepptu í gull úrslitaleiknum Þórdís og liðsfélagi hennar Ragnar Smári Jónasson. Úrslitaleikurinn var mjög jafn en Þórdís náði sigrinum 143-140 og tók titilinn í U21 óháð kyni.
Í einstaklingskeppni trissuboga kvenna U21 kepptu í gull úrslitaleiknum Þórdís og Freyja Dís Benediktsdóttir úr BFB Kópavogi. Freyja vann gull úrslitaleikinn 142-139 í mjög jöfnum úrslitaleik, Þórdís tók því silfrið í trissuboga U21 kvenna.
Í trissuboga félagsliðakeppni tóku Þórdís og Ragnar liðsfélagi hennar Íslandsmeistaratitilinn í félagsliðakeppni. Þau tók öruggann 151-142 sigur í gull úrslitaleiknum gegn liði 2 frá Boganum í Kópavogi sem endaði í 2 sæti. 151 stig í er einnig nýtt Íslandsmet í útsláttarleik, metið var áður 150 stig.
Þórdís sló einnig Íslandmetið í tveggja manna undankeppni félagsliða með skorið 1130, metið var áður 1129. En gaman er að geta þessa að tæknilega séð voru þrjár manneskjur sem slógu liðametið fyrir Bogann. Freyja og Þórdís voru jafnar í skori í undankeppni ÍM U21 í skori og fjölda 10 og 9. Þannig að hlutkesti þurfti að ráða hvor endaði í 2 manna liðinu með Ragnari sem var efstur í undankeppni mótsins. Þórdís vann hlutkestið. Íslandsmetið í undankeppni er tæknilega séð slegið sem lið en ekki sem einstaklingur, en haldið er utan um hvaða liðsmenn áttu hlutdeild að metinu. Þar sem að Þórdís og Freyja voru jafnar í undankeppni og áttu því jafn mikla hlutdeild í metinu eru þær báðar skráðar fyrir metinu. 3 persónur slógu 2 manna félagsliðamet. Þetta hefur aðeins gerst einu sinni áður í manna minnum að tveir keppendur hafa þurft að deila Íslandsmeti með sama árangur á sama degi.
Góð frammistaða hjá Þórdísi á ÍM U21. Einum sigri frá fullkominni frammistöðu.
- Íslandsmeistari trissuboga U21 (óháð kyni)
- Íslandsmeistari trissubogi U21 félagsliðakeppni
- Silfur trissuboga U21 kvenna
- Íslandsmet trissuboga U21 undankeppni félagsliða 1130 stig (metið var áður 1129)
- Íslandmset trissuboga U21 útsláttarleik félagsliða 151 stig (metið var 150)