Þórdís Unnur með fjóra Íslandsmeistaratitla og Íslandsmet á ÍM Ungmenna

Þórdís Unnur Bjarkadóttir úr BF Boganum í Kópavogi fjóra Íslandsmeistaratitla og sló Íslandsmet í félagsliðakeppni á Íslandsmóti ungmenna í bogfimi sem haldið var í Kópavogi 9-10 ágúst.

Þórdís vann Íslandsmeistaratitil U18 kvenna og Íslandsmeistaratitil U18 óháð kyni frekar auðveldlega á laugardeginum, en þurfti að berjast hart á sunnudeginum fyrir titlunum í U21 kvenna þar sem hún tók sigurinn 130-122 og tók titilinn, en hún náð ekki titilinum í U21 óháð kyni, þar tók liðsfélagi hennar Ragnar Smári Jónasson titilinn í gull úrslitaleiknum 135-131.

Ragnar og Þórdís stóðu sig svo glæsilega í keppni um Íslandsmeistaratitil félagsliða U21. Þau voru með hæsta skor í undankeppni og nýtt Íslandsmet félagsliða í greininni 1348 stig. Þau unnu einnig útsláttarleikina mjög örugglega með endanlegum sigri í gull úrslitum 150-130 og tóku titilinn.

4 af 5 mögulegum titlum er býsna gott, sérstaklega þegar að andstæðingurinn var ný búinn að slá 3 ára gamalt met í meistaraflokki karla.

Samantekt af helsta árangri á mótinu:

  • Íslandsmeistari trissubogi U18 kvenna – Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB
  • Íslandsmeistari trissubogi U18 (óháð kyni) – Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB
  • Íslandsmeistari trissubogi U21 kvenna – Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB
  • Silfur trissubogi U21 (óháð kyni) – Þórdís Unnur Bjarkadóttir BFB
  • Íslandsmeistari trissubogi U21 lið – BF Boginn
    • Ragnar Smári Jónasson
    • Þórdís Unnur Bjarkadóttir
  • Íslandsmet – BF Boginn – Trissubogi U21 lið – 1348 stig (metið var áður 1215 stig)
    • Þórdís Unnur Bjarkadóttir
    • Ragnar Smári Jónasson

Mögulegt er að lesa nánar um mótið í frétt Bogfimisambands Íslands hér:

18 Íslandsmet og 32 Íslandsmeistaratitlar veittir á ÍM ungmenna og öldunga um helgina