Þórdís Unnur Íslandsmeistari í meistaraflokki í fyrsta sinn

Þórdís Unnur Bjarkadóttir úr BFB Kópavogi vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í meistaraflokki kvenna í dag. Þórdís sló einnig tvö Íslandsmet í félagsliðakeppni, vann Íslandsmeistaratitilinn í félagsliðakeppni, sló U18 Íslandsmet og tók brons um Íslandsmeistaratitilinn óháð kyni.

Í einstaklingskeppni kvenna tók Þórdís gullið og titilinn. Þórdís sat hjá í 8 manna úrslitum, vann undanúrslitaleikinn 138-137 og endaði því að keppa í gull úrslitaleiknum gegn Önnu Maríu Alfreðsdóttir úr ÍF Akur. Úrslitaleikurinn var mjög jafn. Anna tók 1 stigs forystu sem hún hélt þar til í fjórðu umferðinni þar sem að Þórdís snéri leiknum við í 1 stigs forskot fyrir sig. Stelpurnar jöfnuðu svo í síðustu umferðinni og 1 stigs forskot Þórdísar skilaði henni sigri í gull úrslitaleiknum og Íslandsmeistaratitlinum með endanlega skorið 143-142. Freyja Dís Benediktsdóttir BFB vann bronsúrslitaleikinn 138-137 og tók bronsið í kvenna.

Í einstaklingskeppni óháð kyni tók Þórdís bronsið, en það var eini titill mótsins sem rann henni úr greipum. Þórdís vann leikinn sinn í 16 manna úrslitum 140-112, vann í 8 manna úrslitum 145-134 með nýju Íslandsmeti í U18 flokki, í undanúrslitum tapaði Þórdís leiknum 140-145 gegn Alfreð Birgisson úr ÍFA sem tók endanlega titilinn á mótinu gegn Ragnari Smára liðsfélaga Þórdísar. Þórdís keppti því í brons úrslitaleiknum óháð kyni á ÍM. Brons úrslitaleikurinn var gegn Önnu Maríu Alfreðsdóttir úr ÍF Akur þar sem að Þórdís tók sigurinn 140-137 og bronsið.

Í félagsliðakeppni tók Þórdís sigurinn og titilinn með liðsfélögum sínum í BF Boganum eftir sigur í gull úrslitaleiknum gegn ÍF Akur 228-216. BF Hrói Höttur tók bronsið gegn liði BFB í brons úrslitaleiknum.

Þórdís sló einnig Íslandsmetið í undankeppni félagsliða, í undankeppni ÍM og sló Íslandsmetið í útsláttarleikjum félagsliða með liðsfélögum sínum Ragnari Smára Jónassyni og Freyju Dís Benediktsdóttir. Þau gerðu það í gull úrslitaleik ÍM.

Þrjú Íslandsmet og tveir af þrem Íslandsmeistaratitlum  það er lítið hægt að gera betur en það.

Samantekt af árangri Þórdísar á ÍM í meistaraflokki:

  • Íslandsmeistari kvenna
  • Íslandsmeistari félagsliða
  • Brons óháð kyni
  • Íslandsmet félagsliða undankeppni 1706 stig (metið var áður 1682 stig af 1800 mögulegum)
  • Íslandsmet félagsliða útsláttarkeppni 228 stig (metið var áður 221 stig af 240 mögulegum)
  • Íslandsmet U18WA kvenna útsláttarkeppni 145 stig (metið var áður 144 stig af 150 mögulegum.
  • Þórdís var einnig einu stigi frá U18 Íslandsmetinu með skorið 571 í undankeppni ÍM, metið er 572 af 600 mögulegum

Sýnt var beint frá úrslitaleikjum mótsins á Archery TV Iceland rásinni og mögulegt er að finna heildarniðurstöður mótsins á ianseo.net.

https://www.youtube.com/@ArcheryTVIceland/streams

Þrír af fjórum Íslandsmeistaratitlum skiptu um hendur á ÍM trissuboga í M.fl.