Þórdís Unnur í 6 sæti á World Series í Sviss

Þórdís Unnur Bjarkadóttir stóð sig flott á fyrsta móti Indoor World Series (IWS) mótaraðarinnar, sem haldið var 1-3 nóvember í Lausanne Sviss.

Þórdís Unnur stóð sig mjög vel í undankeppni mótsins þar sem hún endaði í 6 sæti með 569 stig og komst því áfram í 8 manna úrslit mótsins.

Í fyrsta leik útsláttarkeppni endaði Þórdís á móti Emma Zvart frá Hollandi. Leikurinn var mjög jafn en endaði með 138-139 sigri þeirrar Hollensku og Þórdís því slegin út og endaði í 6 sæti í loka niðurstöðum mótsins.

Flottur árangur á fyrsta heimsbikarmóti Þórdísar.

Þórdís er í 6 sæti Elite U21 ranking heimslista mótaraðarinnar sem stendur. En endanleg niðurstaða mótaraðarinnar verður ekki ljós fyrr en í febrúar.

https://www.worldarchery.sport/events/indoor/elite-ranking?category=Compound%20Under%2021%20Women

Fyrir þá sem þekkja ekki til. World Series mótaröðin hét áður World Cup. Nafninu var breytt 2019 þar sem að HM innandyra var að mestu sameinað við innandyra mótaröðina. Einnig til þess að gera greinilegri mun á milli utandyra og innandyra mótaraða World Archery. Innandyra=World Series , utandyra=World Cup. World Series Champion er því æðsti titill í innandyra markbogfimi í dag.

Áfram Ísland! (og Þórdís)