
Þórdís Unnur Bjarkadóttir úr BFB Kópavogi keppti á World Archery Youth Championships (HM ungmenna) í Winnipeg Kanada 18-24 ágúst endaði í 17 sæti í einstaklingskeppni og setti besta árangur Íslands í einstaklingskeppni á HMU.
Þórdís endaði í 24 sæti undankeppni HMU og var nægilega hátt á lista til þess að sitja hjá í fyrsta útslætti á meðan aðrir lægri keppendur léku sína leiki. Þórdís hélt því beint í 32 manna útsláttarleiki HMU.
Í 32 manna úrslitum mættust Þórdís og Emma Gil Remacha frá Spáni. Leikurinn byrjaði jafn 27-27 eftir fyrstu umferð. Í annarri umferð náði sú Spænska 2 stiga forskoti 28-26 og staðan 55-53 í leiknum. Þórdís minnkaði forskotið í þriðju umferð 28-27 og staðan í leiknum 82-81 fyrir Spænsku. Í fjórðu umferð náði sú Spænska fullkomnu skori 30 á móti 27 frá Þórdísi og tók 4 stig forskot 112-108. Það var því nokkuð ólíklegt að Þórdís myndi vinna leikinn, en í æfingar umferðunum fyrir leikinn hafði Þórdís verið að halda sér í 10 og 9 á meðan sú Spænska var að miklu leiti út um allt í 10/9/8/7. En það kom ekki upp í þessum leik og síðasta umferðin endaði 27-25 og sú Spænska tók því sigurinn 139-133 og sló Þórdísi út af HMU. Þórdís endaði því í 17 sæti á HM ungmenna 2025
Mjög vel af sér vikið hjá Þórdísi á sínu fyrsta HMU, og besti árangur sem Íslendingur hefur náð í bogfimi á HM ungmenna. Þórdís getur aðeins keppt einu sinni í viðbóta á HMU sem verður haldið í Tyrklandi 2027, af því að hún verður orðin 21 árs þegar HMU 2029 verður haldið.
Samantekt af árangri Þórdísar á HM ungmenna:
- Þórdís Unnur Bjarkadóttir – 17 sæti einstaklingskeppni trissuboga U18 kvenna
- Þórdís Unnur Bjarkadóttir: Besta lokasæti Íslendings á HMU – CU18W – 17 sæti – HMU 2025 Winnipeg
- Þórdís Unnur Bjarkadóttir: Besta sæti undankeppni Íslendings á HMU – CU18W – 24 sæti – HMU 2025 Winnipeg
- Þórdís Unnur Bjarkadóttir: Besta skor í undankeppni Íslendings á HMU – CU18W – 640 stig – HMU 2025 Winnipeg
- Fyrsti Íslendingur í 32 manna úrslitum HM ungmenna.
Mögulegt er að lesa nánar um mótið í frétt Bogfimisambands Íslands hér: