Þórdís Unnur Bjarkadóttir úr Garðabæ átti flotta frammistöðu á EM í meistaraflokki þar sem hún endaði í 9 sæti í liða keppni og 33 sæti í einstaklingskeppni. Þetta er fyrsta EM í meistaraflokki sem Þórdís hefur tekið þátt í.
Stelpurnar okkar voru slegnar út af EM í leik gegn Spáni í 16 liða úrslitum sem endaði 228-215. Stelpurnar okkar voru að skjóta mjög vel í leiknum, en áttu tvö feil skot. Ein af okkar stelpum var búin að vera að eiga við meiðsli og í fyrstu örinni í leiknum gaf öxlin sig og hún skaut framhjá og síðari örin var úps skot hjá öðrum liðsfélaga. Ef við setjum okkur að þessi 2 skot hefðu endaði í 10 þá hefðu stelpurnar okkar unnið leikinn og haldið áfram í 8 liða úrslit. Spánn endaði á því að taka silfur á EM í liðakeppni og okkar stelpur vermdu 9 sætið.
Þórdís stóð sig ágætlega í undankeppni EM, þó að skorið hafi verið lægra en hún miðaði á. En það dugði til að komast inn á EM þrátt fyrir að það hafi verið mikil samkeppni í kvenna flokki. Hún var samt sérstaklega ánægð með að skora hærra en margir karlarnir á EM, og lét margan heyra það.
Í fyrsta leik EM (útsláttarkeppni) í einstaklingskeppni mætti Þórdís Úkraínsku Olha Khomutovska. Þar skaut sú Úkraínska yfir sínu meðaltali og sló Þórdísi út 144-140. Samt góður leikur og gott skor hjá Þórdísi, sem var að skora í kringum eða rétt undir sínu meðaltali á æfingum, þrátt fyrir að vera með þrjár örvar í rauða hehe. Heppnin fylgdi bara ekki með þennan daginn, sem er partur af leiknum, dagsformið.
Evrópumeistaramótið utandyra var haldið í Essen 7-12 maí síðastliðinn á Rhine-Ruhr svæðinu í Þýskalandi. Um 40 þjóðir og 400 þátttakendur voru á EM að þessu sinni. Hver þjóð má aðeins senda 6 karla og 6 konur í undankeppni EM og venjan hefur verið að Ísland hafi verið að senda nánast fullan kvóta keppenda í undankeppni EM. En þátttaka Íslands að þessu sinni var óvenju lág meðal karla og aðeins einn maður sem lagði för sína á mótið en fullt lið kvenna í trissuboga og sveigboga.