
Þórdís Unnur Bjarkadóttir endaði í 6 sæti í liðakeppni og 17 sæti í einstaklingskeppni í trissuboga kvenna U21 liðkeppni á Evrópumeistaramótinu innandyra 2025 í Samsun Tyrklandi 17-23 febrúar.
Þórdís var mjög óánægð með frammistöðuna sína á mótinu í undankeppni og vildi helst ekki að það yrði skrifuð frétt um það. Hún æfir sig líklega mest allra á landinu og skorið var lægsta skorið hennar í undankeppni móts í heilt ár. En hún var raunverulega bara millimeter í bráðabana eftir jafntefli í 32 manna úrslitum frá því komast í 16 manna úrslit og jafna sinn besta árangur í lokakeppni á EM hingað til. Þannig að heilt á litið þó að heppnin hafi ekki leikið við hana á EM að þessu sinni þá ætlum við samt að skrifa um hana, af því að hún stóð sig vel og við elskum hana, hún er alltaf best 😎 Enda með langan lista af árangri og verðlaunum undir sínu belti þrátt fyrir ungan aldur.
Þórdís var sleginn út af EM U21 í einstaklingskeppni í 32 manna úrslitum á móti Hana Arapovic frá Króatíu. Stelpurnar jöfnuðu leikinn 143-143 eftir að hafa skipst á forskotinu. Í bráðabana er skotið einni ör og nær miðju vinnur, báðar stelpur skutu 9 sem voru sambærilega langt frá miðju. Dómarinn tók skífumálið og lýsti Króatísku sigurvegara leiksins með 9 nær miðju. Þórdís endaði því í 17 sæti EM U21 trissuboga kvenna.
Í liðakeppni voru liðsfélagarnir og DÍSA liðið Þórdís, Sóldís og Eydís voru slegnar út af í 8 liða úrslitum trissuboga kvenna U21 á móti Ítalíu á EM og enduðu í 6 sæti EM U21. Ítalía er með gífurlega sterkt trissuboga U21 kvenna lið sem er almennt í verðlauna sætum á öllum HM/EM.
Bæði Sóldís og Eydís voru að keppa á sínu fyrst alþjóðlega stórmóti og voru í raun að taka þátt á EM til þess að byggja upp reynslu í keppni, báðar enþá með grunn búnað og í sumum tilfellum búnað sem er notaður til þess að læra rétta skottækni. Það var engann veginn gert ráð fyrir því að þær næðu þetta langt. Þó að þær væru með reynsluboltann Þórdísi með sér í liði. Það eru nokkrar stelpur sem hafa nýlega fært sig upp í meistaraflokk vegna aldurs og þar sem að næsta kynslóð í trissuboga kvenna U21 er en ung var upprunlega var áætlað að Þórdís yrði eini keppandi Íslands í trissuboga U21 flokki.
Að stelpurnar okkar héldu sér allar bara í 10 og 9 er ótrúlegt og ef þessi eina úps ör (M) í 8 manna úrslitum hefði lent inn á skotskífunni (6 stig), þá hefðu stelpurnar skorað hærra en helmingurinn af liðunum sem voru að keppa í brons og gull úrslitaleiknum kvenna á EM. Ef örin hefði lent í 9 hefðu þær líka skorað hærra en bæði liðin sem voru að keppa um brons í trissuboga U21 karla á EM!!
Það er einhver ný framtíð að myndast þarna fyrir Ísland með næstu kynslóð. Margar nýjar stelpur á leiðinni upp í trissuboga kvenna U21 á Íslandi og flottur fyrirliði í miðjunni sem mun leiða þær áfram.
6 sæti trissubogi kvenna lið U21 fl
Liðsmenn
- Þórdís Unnur Bjarkadóttir – BF Boginn Kópavogur
- Sóldís Inga Gunnarsdóttir – BF Boginn Kópavogur
- Eydís Elide Sartori – BF Boginn Kópavogur
Niðurstöður Þórdísar á EM 2025 í einstaklings og liðakeppni:
- Þórdís Unnur Bjarkadóttir – 17 sæti trissuboga kvenna U21 (slegin út af Króata í 32 manna úrslitum eftir jafntefli og bráðabana)
- Trissubogi U21 kvenna lið – 6 sæti (slegnar út af Ítalíu í 8 liða úrslitum)
Nánari upplýsingar um EM 2025 er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér: