
Þórdís Unnur Bjarkadóttir í BF Boganum í Kópavogi vann til brons verðlauna í liðakeppni trissuboga U21 (Compound U21 mixed team), sem í fyrsta sinn sem Ísland vinnur til verðlauna í liðakeppni á EM í víðavangsbogfimi.
Þórdís náði einnig besta árangri sem Íslendingur hefur náð í sögu íþróttarinnar í undankeppni EM í víðavangsbogfimi með því að taka annað sæti í undankeppni mótsins. Besti árangurinn var áður 5 sæti Guðbjörg Reynisdóttir EM 2019.
Ekki bara það heldur náði Þórdís einnig besta árangri Íslendings í undankeppni EM óháð íþróttagrein, keppnisgrein og aldursflokki með 2 sæti sínu í undankeppni EM í víðavangsbogfimi. Besti árangurinn var áður 3 sæti Baldur Freyr Árnason í undankeppni EM innandyra 2025. Þau eru einu Íslensku keppendurnir sem hafa endað í topp 3 í undankeppni EM í sögu íþróttarinnar.
Besti árangur Íslendings í undankeppni EM í sögu íþróttarinnar og brons í liðakeppni, sem er bæði sögulegur árangur fyrir Ísland, frábærlega gert hjá Þórdísi.
European field championships (Evrópumeistaramótið í víðavangsbogfimi) var haldið í Póllandi 13-20 september.
Sýnt var beint frá einstaklings brons úrslitaleik Þórdísar á EM á Youtube rás Evrópskabogfimisambandsins (World Archery Europe). En sökum fjölda keppenda og þeirrar tímaþröng sem það setti á skipulag mótsins yfir vikuna voru sumir úrslitaleikirnir ekki sýndir á streyminu, þar með talið liðakeppnin í þeirra flokki. En mælum með að kíkja á einstaklings úrslitin með því að smella hér fyrir neðan.
Við mælum einnig með því að skoða myndirnar af mótinu þar sem margar þeirra eru frábærar. https://bogfimi.smugmug.com/EM-Field-P%C3%B3lland-2025
Þórdís Unnur sýndi frábæra sögulega frammistöðu í sínum flokki. Þórdís var í 2 sæti í undankeppni EM sem er hæsta sæti sem Íslendingur hefur náð í undankeppni EM í sögu íþróttarinnar. Sem er ótrúlega gott miðað við að þetta var í fyrsta sinn sem Þórdís keppir í víðavangsbogfimi, þrátt fyrir að hafa keppt reglubundið í markbogfimi áður og náð þar góðum árangri.
Þórdís komst nokkuð örugg inn í undanúrslit en þar mætti hún Isabell Bacerio frá Ítalíu. Þórdís var í öðru sæti í undankeppni EM og Isabella var í þriðja, Þórdís var því talin líklegri til þess að komast í gull úrslitaleikinn, en munurinn milli þeirra var svo lítill að það var nánast hlutkesti hver myndi vinna og keppa í gull úrslitum. Aðeins 0,08 stig per ör sem skyldi þær að í undankeppni EM. Þannig að það var öruggt að undanúrslita leikurinn yrði spennandi og jafn.
Isabella byrjaði yfir 16-15 í fyrstu umferð. Þórdís snéri því við og jafnaði 16-15 í annarri umferð. Stelpurnar jöfnuðu þriðju umferðina 17-17 og því síðasta umferðin sem myndi ákvarða hver myndi sigra og fara í gull úrslit og hver myndi fara í brons úrslit. Þar hafði sú Ítalska betur 14-13 og tók sigurinn með 1 stigi 62-61, sem var hryllilega svekkjandi að því að það voru nokkrar örvar sem voru mjög nálægt línum. En þannig virkar leikurinn og Isabella fór því í gull úrslit og Þórdís í brons úrslit.
Í brons úrslitaleiknum var Þórdís talin mun líklegri til sigurs með um 0,27 stigum hærra skor en andstæðingurinn Bernadett frá Rúmeníu. Sem þýðir að að meðaltali er Þórdís að skora 1 auka stig fyrir hverjar 4 örvar sem skotið er. En óvænt þá skaut sú Rúmenska fullkomið skor í fyrstu umferð 18-14 og náði að halda því forskoti meira og minna til enda leiksins og taka bronsið.
Þórdís stóð sig als ekki illa í undanúrslitum, né í bronsleiknum og hefði vel átt skilið verðlaun á EM. Hún lenti bara röngu megin við mjög jafnan undanúrslitaleik og sú Rúmenska var bara hryllilega heppin og skoraði 6-6-6 fullkomið skor á fyrsta og erfiðasta skotmarki úrslitaleikjana. Sem er langt út fyrir hennar venjulega getustig. Sem dæmi þá skoraði ríkjandi heimsmeistar í karla flokki 6 í fyrsta skotinu á því skotmarki, semsagt fullkomlega stilltur fyrir næstu 2 skot en náði þrátt fyrir það endurtaka það í næstu tveim skotum. (Í undanúrslitaleiknum sínum skoraði hann aðeins einu sinni út fyrir 6 hringinn 11*6, 1*5). Fáir sem kepptu í úrslitaleikjum dagsins skautu 6 á því skotmarki yfirhöfuð. Sú Rúmenska skaut leik lífs síns með ótrúlegt skor af hreinni heppni sem hún skyldi ekki sjálf hvernig hún náði og setti Þórdísi í fjórða sæti EM og mjög óvænt út af verðlaunapallinum sem var mjög svekkjandi.
Þórdís getur samt sem áður verið mjög ánægð með sína frammistöðu á EM og þann sögulega árangur sem hún náði bæði í einstaklingskeppni og fyrstu liðaverðlauna sem Ísland hefur unnið til á EM í víðavangsbogfimi. Þó að það hafi verið óhemju svekkjandi að vera “favorite to win the silver medal” og hafa svo verið óheppin og endað í 4 sæti á EM, þá skyggir það ekki á þann sögulega árangur sem Þórdís náði fyrir Ísland. Þó að allt hafi ekki gengið upp eins og óskast hefði verið þá erum við samt hryllilega stolt af henni.
Nánar er fjallað um árangur Þórdísar og Íslands í þessari frétt frá Bogfimisambandi Íslands:
Fyrstu verðlaun Íslands á EM í víðavangsbogfimi í sögu íþróttarinnar