Kristjana Rögn Andersen úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar (SFÍ) vann Norðurlandameistaratitil í liðakeppni á NM ungmenna í Óðinsvé í Danmörku 3-8 júlí.
Liðsfélagar Kristjönu í liðinu á NM ungmenna voru Baldur Freyr Árnason úr Boganum í Kópavogi og Amelia Reinwalds frá Svíþjóð.
- Í 8 liða úrslitum mættu þau og unnu af miklu öryggi 6-0 gegn sameinuðu Norðurlandaliði 2 (Nordic 2)
- Í undanúrslitum sigruðu þau besta lið Danmerkur miskunarlaust og örugglega 6-0
- Þau unnu svo örugglega gegn besta lið Svíþjóðar í gull úrslitaleiknum 6-2
Kristjana var því krýndur Norðurlandameistari ásamt liðsfélögum sínum.
Kristjana endaði svo í 9 sæti í einstaklingskeppni eftir að hún var slegin út í 16 manna úrslitum 6-2 gegn Elisa Ringby Laumann frá Danmörku.
Á NUM að þessu sinni var Ísland aðeins með 2 keppendur í berboga U18 flokki, Baldur Freyr Árnason úr Boganum í Kópavogi og Kristjönu Rögn Anderssen. Þar sem að lið er þriggja manna þá enduðu þau í sameinuðu Norðurlanda liði 1 (Nordic 1) ásamt þeirri Sænsku Amelia sem var fjórða sterkasta í Sænska liðinu (Svíþjóð var með 4 keppendur í þessum flokki).
Frekari upplýsingar um mótið er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Ísland hér: