Theo Hrafns stutt frá bronsi NM ungmenna í Svíþjóð

Theo Hrafns í Bogfimifélaginu Hróa Hetti í Hafnarfirði var ekki langt frá bronsinu í einstaklingskeppni á Norðurlandameistaramót ungmenna (NUM) sem haldið var 3-6 júlí í Boras Svíþjóð.

Theo var í fimmta sæti í undankeppni mótsins í einstaklingskeppni trissuboga U21 og mætti í 8 manna úrslitum Tiril Havelin Magnæs frá Norgegi og tók sigurinn örugglega 133-103. Í undanúrslitum mættust Theo og Livia Haals Wieth-Knudsen frá Danmörku þar sem að Daninn hafði betur 135-129 og Theo fór því í brons úrslitaleikinn.

Brons úrslitin á NUM var al Íslenskur leikur þar sem að mættust Theo og Freyja Dís Benediktsdóttir í mjög spennandi  og jöfnum leik. Theo byrjaði 1 stigi yfir í fyrstu umferð 26-25 en Freyja snéri leiknum við í 1 stigs forystu 52-51. Þau jöfnuðu þriðju umferðina og Theo náði svo að jafna leikinn 105-105 og aðeins ein umferð eftir. En þar tók Freyja umferðina 22-21 og leikinn 127-126, með minnsta mögulega mun. Theo endaði því í 4 sæti í einstaklingskeppni á NM ungmenna.

Niðurstöður af NM ungmenna 2025:

  • Theo Hrafns – 4 sæti – Trissuboga U21 kvenna – BFHH

Frekari upplýsingar er mögulegt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér fyrir neðan

Íslendingar á NM ungmenna taka heim 4 gull, 9 silfur og 6 brons