
Sveinn Sveinbjörnsson vann fyrsta Íslandsmeistaratitil í langboga/hefðbundnum bogum í íþróttinni á Íslandsmeistaramótinu á sunnudaginn síðastliðinn.
Sveinn hefur tvisvar unnið Íslandsmeistaratitil í einstaklingskeppni og tvisvar í félagsliðakeppni með liði sínu 2023 og 2024 en í öllum tilfellum var það í berboga. En þetta er fyrsti einstaklings Íslandsmeistaratitillinn hans í langboga og fyrsti titill sem BFSÍ veitir í langboga. Sveinn vann einnig silfur í félagsliðakeppni með liðsfélögum sínum í BF Boganum í Kópavogi á ÍM um helgina.
Sveinn er elsti Íslandsmeistari í meistaraflokki í sögu íþróttarinnar með töluverðum mun. En hann varð 80 ára í mars á þessu ári. Sveinn er einnig eini keppandi sem hefur unnið Íslandsmeistaratitil í meistaraflokki eldri en 60 ára.
Af síðustu 70 Íslandsmeistaratitlum í öllum keppnisgreinum í íþróttinni hafa aðeins 8 þeirra titla endaði í höndum keppenda sem voru 50 ára eða eldri. Sveinn tók tvo af þeim, Haraldur tók 5 og Albert tók einn.
Keppni um einstaklings Íslandsmeistaratitil karla:
Sveinn efstur í undankeppni ÍM og sat því hjá í 16 manna úrslitum. Í 8 manna úrslitum vann hann öruggann sigur á Akureyringnum Óliver Þór Wendell og hélt því áfram í undanúrslit.
Í undanúrslitum mættust Sveinn og Daníel Örn Linduson Arnarsson úr Langbogafélaginu Freyju. Þar vann Sveinn nokkuð öruggann sigur 6-2 og náði einni fullkominni lotu 10-10-10, enginn sénsar gefnir og Sveinn hélt áfram í gull úrslitin.
Í gull úrslitaleiknum mættust Sveinn og Haukur Hallsteinsson úr Langbogafélaginu Freyju, sem var í öðru sæti í undankeppni mótsins og er formaður félagsins. Sveinn átti frábærann leik og vann örugglega 6-0 og tók fyrsta formlega Íslandsmeistaratitil karla í langboga/hefðbundnum bogum.
Keppni um einstaklings Íslandsmeistaratitilinn (óháð kyni):
Sveinn var efstur í undankeppni ÍM og sat því hjá í 16 manna úrslitum. Í 8 manna úrslitum vann hann nokkuð öruggann sigur 6-2 gegn Áka Jarl Lárusyni úr LF Freyju og hélt því áfram í undanúrslit.
Í undanúrslitum mættust Sveinn og Ragnar Smári Jónasson liðsfélagi Sveins úr BF Boganum í Kópavogi. Sveinn vann leikinn nokkuð örugglega 6-2, en Ragnar náði að hræða hann með einni næstum fullkominni lotu 29 stig. Sveinn hélt því áfram í gull úrslitaleik ÍM.
Í gull úrslitaleiknum óháð kyni mættust aftur Sveinn og Haukur Hallsteinsson úr Langbogafélaginu Freyju. Haukur var þá kominn í betri gír og skoraði hærra í lotunum, en Sveinn gaf ekkert færi á sér og skaut ekki ör út fyrir gula í nánast öllum úrslitaleiknum og vann örugglega 6-0 og tók því líka fyrsta formlega Íslandsmeistaratitilinn óháð kyni í langboga/hefðbundnum bogum.
Keppni um Íslandsmeistaratitilinn í félagsliðakeppni:
Í félagsliðakeppni var Sveinn ásamt liðfélögum sínum Astrid og Ragnari í BF Boganum í öðru sæti í undankeppni ÍM. Þau kepptu gegn LF Freyju í gífurlega jöfnum og spennandi gull úrslitaleik Íslandsmeistaramótsins.
BF Boginn tók fyrstu lotu úrslitaleiksins 44-43 og leiddu leikinn 2-0. BF Boginn tók aðra lotuna líka 45-41 og leiddu nú leikinn 4-0 í hálfleik og LF Freyja í þröngri stöðu, þar sem aðeins eru 8 stig í pottinum og eina leið þeirra til sigurs væri að vinna síðustu tvær loturnar til að jafna leikinn og knýja fram bráðabana. Freyjumenn náðu því og skoruðu tvö hæstu skor leiksins í síðustu tveim lotunum 48-41 í lotu 3 og staðan 4-2 og 51-45 í lotu 4 og jöfnuðu leikinn 4-4.
Þar sem leikurinn endaði í jafntefli þá þurfti bráðabana til þess að ákvarða sigurvegarann og Íslandsmeistarann. Bráðabaninn endaði 28-24 fyrir LF Freyju sem tók því sigurinn. Sveinn tók því silfrið ásamt félagsliði sínu BF Boganum.
Samantekt af árangri Sveins á ÍM langboga meistaraflokki:
- Íslandsmeistari – Langbogi karla – Sveinn Sveinbjörnsson – BFB Kópavogi
- Íslandsmeistari – Langbogi (óháð kyni) – Sveinn Sveinbjörnsson – BFB Kópavogi
- Silfur – Langbogi félagsliðakeppni – BF Boginn Kópavogi
- Sveinn Sveinbjörnsson
- Astrid Daxböck
- Ragnar Smári Jónasson
Þetta er í fyrsta sinn sem Íslandsmeistaratitlar eru veittir í langboga/hefðbundnum bogum (almennt kallað langbogaflokkur), en flokknum var bætt við formlega við regluverk BFSÍ síðasta haust. Það hefur þó verið keppni í langboga og öðrum hefðbundnum bogum (t.d. hestabogum) um langt skeið á Íslandi og erlendis. Á fyrstu Ólympíuleikum voru allir keppendur meira og minna með langboga, en margt hefur þróast síðan þá, en ekki í hjörtum allra. Bogfimi var einnig ein fyrsta íþrótt sem leyfði þátttöku kvenna á Ólympíuleikum.
ÍM í berboga og langboga var haldið í Bogfimisetrinu sunnudaginn 13 apríl 2025.
Keppt er um fjóra Íslandsmeistaratitla í hverri íþróttagrein (bogaflokki)
- Einstaklings karla
- Einstaklings kvenna
- Einstaklings (óháð kyni)
- Félagsliða (óháð kyni)
Mögulegt er að finna frekari upplýsingar hér:
- Streymi undankeppni https://www.youtube.com/watch?v=kP_VWnYiXOk
- Streymi gull úrslitaleikir https://www.youtube.com/watch?v=9LYdPXf_IrU
- Niðurstöður https://www.ianseo.net/Details.php?toId=21365
- Myndir https://bogfimi.smugmug.com/
- Frekari upplýsingar er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér: