Sveinn Bikarmeistari í fyrsta sinn í Langboga/H með næstum fullkomið tímabil

Sveinn Sveinbjörnsson í BF Boganum í Kópavogi átti næstum fullkomið tímabil í Bikarmótaröð BFSÍ 2026 og vann sinn fyrsta Bikarmeistaratitil.

Topp þrír í Langboga/H:

  1. Sveinn Sveinbjörnsson BF Boginn – 1069 stig
  2. Daníel Örn Arnarson Linduson LF Freyja – 1013 stig
  3. Haukur Hallsteinsson LF Freyja – 987 stig

Loka niðurstöður og verðlaun hvers Bikarmóts fyrir sig innan Bikarmótaraðar BFSÍ byggist á útsláttarkeppni. Á meðan að Bikarmótaröðin byggist á skori úr undankeppni. Því eru einnig veitt verðlaun til þeirra sem voru sigurvegarar á hverju Bikarmóti og hægt að finna lista af þeim hér:

  • Bikarmót BFSÍ September 2025 – Bogfimisetrinu
    • Langbogi/H: Sveinn Sveinbjörnsson BF Boginn
  • Bikarmót BFSÍ Október 2025 – Bogfimisetrinu
    • Langbogi/H: Sveinn Sveinbjörnsson BF Boginn
  • Bikarmót BFSÍ Nóvember 2025 – Bogfimisetrinu
    • Langbogi/H: Sveinn Sveinbjörnsson BF Boginn
  • Bikarmót BFSÍ Desember 2025 – Bogfimisetrinu
    • Langbogi/H: Sveinn Sveinbjörnsson BF Boginn
  • Bikarmót BFSÍ Janúar 2026 – Bogfimisetrinu
    • Langbogi/H: Haukur Hallsteinsson LF Freyja

Á Bikarmótinu í janúar var Sveinn í Langboga/H eini keppandinn sem hafði möguleika á því að tryggja sér fullkomið tímabil, með því að vinna öll Bikarmót tímabilsins og taka Bikarmeistaratitilinn líka. En Haukur stoppaði það á janúar mótinu með sínum sigri í gull úrslitum 7-3. Sveinn hafði einnig endað hæstur í undankeppni allra móta tímabilsins, nema Nóvember þar sem að Daníel tók topp sætið.

Vel af sér vikið, sérstaklega miðað við aldur of fyrri störf 😆

Bikarmótaröð BFSÍ og veiting Bikarmeistaratitla BFSÍ hófst formlega árið 2023. Formið á Bikarmótaröðinni er í anda heimsbikarmótaraða World Archery innandyra og utandyra. Margar þjóðir eru einnig með “national series” eða sambærileg mót í sama anda. Haldin voru ýmis bikarmót og mótaraðir á árunum 2013-2023 á meðan á þróun Bikarmótaraðar BFSÍ stóð, en engir formlegir Bikarmeistaratitlar veittir fyrr en þeirri þróun var lokið 2023. Bikarmeistaratitlum í Langboga/Hefðbundnum bogum var svo bætt við árið 2025 og var þetta því aðeins annar slíkur titill sem veittur hefur verið.

Marín, Helgi, Sveinn og Ragnar Bikarmeistarar 2026