Sveinbjörg ver titli sinn í trissuboga kvenna 50+ og tekur 1 met til viðbótar

Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir í BF Boganum tók ein gullverðlaun til viðbótar við safnið á Íslandsmóti Öldunga um helgina. Mótið var haldið 28 Júní á Víðistaðatúní í Hafnarfirði af Bogfimisambandi Íslands.

Sveinbjörg sló Íslandsmet á mótinu með eiginmanni sínum Alberti Ólafssyni í tvíliðaleik trissuboga 50+. Metið var áður 1053 stig en þau gjörsamlega tortímdu metinu og skoruðu 1213!! á Íslandsmóti Öldunga.

Sveinbjörg skoraði 575 stig í undankeppni einstaklinga og var stutt frá einstaklings Íslandsmetinu en metið í trissuboga kvenna 50+ er 577 stig. Hún á núverandi metið og Sveinbjörg er búin að hækka Íslandsmetið töluvert síðan hún byrjaði.

Hægt er að sjá úrslit á ianseo.net