Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir og Albert Ólafsson úr BF Boganum í Kópavogi tóku alla titlana í 50+ flokki á Íslandsmeistaramóti Langboga/H um helgina.
Albert vann Íslandsmeistaratitil 50+ karla
Sveinbjörg vann Íslandsmeistaratitil 50+ kvenna
Saman unnu þau Íslandsmeistaratitilinn í 50+ félagsliðakeppni
Svo mættust Sveinbjörg og Albert í gull úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í 50+ óháð kyni í beinni útsendingu á Archery TV Iceland Youtube rásinni.
Albert tók fyrstu lotuna með naumum mun 19-18 og tók því forystu í leiknum 2-0. Sveinbjörg svaraði í næstu lotu sem fór 17-14 Sveinbjörgu í vil og staðan því 2-2. Albert tók örugga þriðju lotu 18-9 og staðan 4-2. Sveinbjörg tók svo naumann sigur í fjórðu lotu 20-19 og jafnaði leikinn aftur 4-4 og aðeins ein lota eftir.
Í loka lotunni tók Sveinbjörg rosalega umferð með 27 stig á móti 24 stigum frá Albert og tók því sigurinn í leiknum 6-4 og Íslandsmeistaratitilinn í Langboga 50+ óháð kyni, sem kom mörgum á óvart þar sem Albert var talinn sigurstranglegri.
Sveinbjörg setti einnig Íslandsmetið í Langboga/H 50+ kvenna í undankeppni Íslandsmeistaramótsins með 254 stig.
Það er því vafalaust hægt að segja að á þessu móti þá skein Sveinbjörg umfram eiginmann sinn og átti þennan sigur fyllilega skilið.
Ljóst er á skorunum að Albert var ekkert að halda engu aftur, þó að hann ætti það á hættu að þurfa sjá um heimilsstörfin um ef hann hefði sigrað leikinn djókuðu þulirnir í beinni 😆
Nánari upplýsingar um ÍM í langboga/hefðbundnum bogum er mögulegt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands á bogfimi.is
Íslandsmeistaramótinu í Langboga lokið. Úrslitin byrjuðu og enduðu á bráðabönum