Súgfirðingurinn Maria Kozak með brons og Íslandsmet á Norðurlandameistaramótinu

Maria Kozak úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar (SFÍ) vann brons í liðakeppni á NM ungmenna í Óðinsvé í Danmörku 3-8 júlí.

Liðsfélagar Maria í liðinu á NM ungmenna voru Auðunn Andri Jóhannesson BFHH og Heba Róbertsdóttir BFB og þau þrjú settu einnig landsliðsmet á NM ungmenna í berboga U21 flokki með skorið 1121.

Maria endaði svo í 6 sæti í einstaklingskeppni eftir að hún var slegin út í 8 manna úrslitum 6-2 gegn Christin Sofie Wiklund frá Noregi. En Maria vann Norðurlandameistaratitilinn í fyrra á NM ungmenna í Noregi, ásamt því að hún tók silfur á EM ungmenna innandyra í febrúar.

Frekari upplýsingar um mótið er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Ísland hér:

Frábært gengi Íslands á NM ungmenna í bogfimi um helgina með 5 Norðurlandameistara, 5 Norðurlandamet o.fl.

Maria Kozak með silfur á EM

Maria Kozak Norðurlandameistari í berboga