Það er ekki á hverjum degi sem að stórlaxar eins Gunnar Þór Jónsson á Stóra Núpi ákveða að vinna heilt tún fyrir Bogfimi á Íslandi, og nú er svo komið að slá á túnið í fyrsta sinn. Um hefur verið rætt er við félagarnir og gestir hafa æft á Stóra Núpi að gaman væri að halda mót í sveitinni, og ekki vantar framtaks semina hjá Gunnari hann fer af stað og undirbýr allavega aðstöðu fyrir Bogfimi ” GERI AÐRIR BETUR”.
Síðan hefur það borið upp á góma manna að halda bara mót og það fyrsta var að allir voru sammála um Nafnið það er að segja STÓRA NÚPSMÓTIÐ. og gera það að árslegum viðburði. Ekki er víst að það fyrsta yrði haldið í ár en aldrei að vita er Gunnar Stórlax fer með stjórnvöldin í þessum málum en undirbúningur er sem sagt hafin.
Meir fréttir verða síðar er málin þróast.
Gunnar Þór Jónsson Bogfimiskytta og Stórlax.