Stella Wedholm Albertsdóttir með silfur á NM ungmenna, Norðurlandamet, Íslandsmeistari og 2 Íslandsmet

Stella Wedholm Albertsdóttir í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi keppti á ÍM ungmenna utandyra í Hafnarfirði 28 júni og NM ungmenna utandyra (NUM) í Óðinsvé Danmörku 3-7 júlí með mjög fínu gengi.

Stella vann 2 silfur á ÍM ungmenna og tók svo titilinn í félagsliðakeppni með liðsfélaga sínum þar sem liðið setti Íslandsmet.

Á NM ungmenna seinna i vikunni var Íslenska liðið efst í undankeppni NUM og setti því Norðurlandametið, þar sem að sveigbogi U21 Open er nýr flokkur á NM ungmenna. En stelpurnar okkar töpuðu svo gull úrslitaleiknum og Stella tók því silfrið í liðakeppni ásamt liðsfélögum sínum.

Stella var slegin út í einstaklingskeppni í 8 manna úrslitum á NM ungmenna gegn Emelie Brun frá Danmörku 6-0 og endaði því í 6 sæti í einstaklingskeppni á NUM.

Stutt einföld samantekt af árangri Stellu á þessum tveim vikum:

  • 2 Íslandsmet
  • 1 Íslandsmeistaratitill og 2 silfur á ÍMU
  • 1 Norðurlandamet
  • 1 Silfur á NM ungmenna í liðakeppni
  • 6 sæti á NM ungmenna í einstaklingskeppni

Niðurstöður Stellu af Íslandsmóti ungmenna:

  • Silfur: Sveigbogi kvenna U18 einstaklinga
  • Silfur: Sveigbogi U18 einstaklinga (óháð kyni)
  • Íslandsmeistari: Sveigbogi U18 félagsliðakeppni

Niðurstöður Stellu á NM ungmenna 2024:

  • 2 sæti sveigboga U21 Open liðakeppni
  • 6 sæti sveigboga U21 Open kvenna einstaklingskeppni

Norðurlandamet sem hún setti á NM ungmenna:

  • Sveigbogi U21 Open liðakeppni 1248 stig. Metið var áður 0 stig (nýr flokkur)
    • Halla Sól Þorbjörnsdóttir BFB
    • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BFB
    • Stella Wedholm Albertsdóttir BFB

Íslandsmet sem hún setti á NM ungmenna:

  • Sveigboga U21 Open NUM landsliðsmet – 1248 stig
    • Halla Sól Þorbjörnsdóttir BFB
    • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BFB
    • Stella Wedholm Albertsdóttir BFB

Íslandsmet sem hún setti á ÍM ungmenna:

  • Sveigboga U18 félagslið undankeppni – BFB – 546 stig (nýtt met)
      • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir BFB
      • Stella Wedholm Albertsdóttir BFB

Frekari upplýsingar um mótin er hægt að finna í fréttum Bogfimisambands Ísland hér:

Frábært gengi Íslands á NM ungmenna í bogfimi um helgina með 5 Norðurlandameistara, 5 Norðurlandamet o.fl.

Kópavogur og Hafnarfjörður sýndu yfirburði á ÍMU í bogfimi utandyra og tóku 27 titla og 7 Íslandsmet