
Sóldís Inga Gunnarsdóttir vann um helgina tvo Íslandsmeistaratitla í trissuboga U16 flokki (einstaklings kvenna og félagsliða). Ásamt því sló Sóldís Íslandsmetið í félagsliðakeppni U16 undankeppni með liðsfélaga sínum Magnúsi í BF Boganum.
Í trissuboga U16 kvenna var Sóldís efst í undankeppni mótsins og í gull úrslitaleiknum vann Sóldís Inga öruggann sigur 138-113 gegn Nila Poliak úr BF Boganum.
Í trissuboga U16 (óháð kyni) var Sóldís einnig efst í undankeppni. Í 8 manna úrslitum vann Sóldís öruggann sigur 143-80 gegn Indriða Helga úr sama félagi. Í undanúrslitum mætti hún Birkir Björnsson úr sama félagi, Sóldís tók öruggann sigur 145-127 einu stigi undir Íslandsmetinu. Sóldís hélt því í gull úrslitin óháð kyni þar sem hún mætti Magnúsi Darra liðsfélaga sínum í félagsliðakeppni. Sóldís var að skjóta vel en var óheppin með að örvarnar voru alltaf rétt fyrir utan tíuna, Magnús fann hinsvegar tíuan í leiknum og náði yfirhöndinni og tók sigurinn 143-138, Sóldís tók því silfrið í keppni óháð kyni. Bergur úr BF Boganum tók svo bronsið 137-123 á móti liðsfélaga sínum Birki.
Í trissuboga U16 félagsliðakeppni tóku Sóldís Inga og Magnús Darri, liðsfélagi hennar í BF Boganum, Íslandsmeistaratitilinn með 1135 stigum á móti 1108 stigum frá Boganum liði 2. Skaust á Egilstöðum tók bronsið. Magnús og Sóldís slógu einnig Íslandsmetið í trissuboga U16 félagsliðakeppni með skorið 1135, en metið var áður 1124.
Samantekt af árangri Sóldísar á Íslandsmóti U16:
- Íslandsmeistari Trissubogi U16 kvenna – Sóldís Inga Gunnarsdóttir – BFB Kópavogur
- Silfur Trissubogi U16 (óháð kyni) – Sóldís Inga Gunnarsdóttir – BFB Kópavogur
- Íslandsmeistari Trissuboga félagsliðakeppni U16 – BF Boginn Kópavogi
- Magnús Darri Markússon
- Sóldís Inga Gunnarsdóttir
- Íslandsmet Trissuboga félagsliðakeppni U16 – BF Boginn – 1135 stig (metið var 1124)
- Sóldís Inga Gunnarsdóttir
- Magnús Darri Markússon
Íslandsmót U16 innandyra var haldið í Bogfimisetrinu laugardaginn 12 apríl 2025.
Keppt er í fjórum keppnisgreinum
- sveigboga
- berboga
- trissuboga
- langboga/hefðbundnum bogum.
Keppt er um 4 Íslandsmeistaratitla í hverjum flokki
- Einstaklings karla
- Einstaklings kvenna
- Einstaklings (óháð kyni)
- Félagsliða (óháð kyni)
Mögulegt er að finna frekari upplýsingar hér:
- Streymi undankeppni https://www.youtube.com/watch?v=BDRQR8l-aaI
- Streymi gull úrslitaleikir https://www.youtube.com/watch?v=a1qA2DmsKPA
- Niðurstöður https://www.ianseo.net/Details.php?toId=21364
- Myndir https://bogfimi.smugmug.com/%C3%8DM-U16-inni-2025
- Frétt frá Bogfimisambandi Íslands fyrir neðan