
Sóldís Inga Gunnarsdóttir úr BF Boganum í Kópavogi vann tvo Íslandsmeistaratitla U16 og setti Íslandsmet í félagsliðakeppni á Íslandsmóti ungmenna í bogfimi sem haldið var í Kópavogi 9 ágúst.
Sóldís vann Íslandsmeistaratitilinn í einstaklingskeppni kvenna frekar auðveldlega en fékk töluverða mótspyrnu um Íslandsmeistaratitilinn óháð kyni gegn liðsfélaga sínum Magnúsi Darra Markússyni, þar sem gull úrslitaleikurinn var mjög jafn en endaði í 132-129 sigri Magnúsar, sem sló einnig Ísandsmet karla í úrslitaleiknum gegn Sóldísi. Sóldís tók því silfrið í keppni um titilinn óháð kyni.
Í félagsliðakeppni var Sóldís í liði með Magnús Darra Markússyni, þau voru hæst skorandi liðið og tóku því Íslandsmeistaratitil félagsliða og settu Íslandsmetið í greininni með 1200 stig.
Samantekt af helsta árangri á mótinu:
- Íslandsmeistari trissubogi U16 kvenna – Sóldís Inga Gunnarsdóttir
- Silfur trissubogi U16 (óháð kyni) – Sóldís Inga Gunnarsdóttir BFB
- Íslandsmeistari trissubogi U16 lið – BF Boginn
- Magnús Darri Markússon
- Sóldís Inga Gunnarsdóttir
- Íslandsmet – BF Boginn – Trissubogi U16 lið – 1200 stig
- Sóldís Inga Gunnarsdóttir
- Magnús Darri Markússon
Mögulegt er að lesa nánar um mótið í frétt Bogfimisambands Íslands hér:
18 Íslandsmet og 32 Íslandsmeistaratitlar veittir á ÍM ungmenna og öldunga um helgina