
Sóldís Inga Gunnarsdóttir í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi vann brons í einstaklingskeppni og endaði í 4 sæti í liðakeppni, sló eitt Íslandsmet og sló landsliðsmet fjórum sinnum í liðakeppni á Norðurlandameistaramót ungmenna (NUM) sem haldið var 3-6 júlí í Boras Svíþjóð.
Sóldís var í 3 sæti í undankeppni mótsins í einstaklingskeppni trissuboga kvenna U16 með skorið 629 sem tortímdi alveg eldra Íslandsmetinu sem var 568 stig. Hryllilega vel af sér vikið.
Sóldís sat hjá í 16 manna úrslitum og fór beint í 8 manna úrslit. Í 8 manna úrslitum mættust Sóldís og Elsa Lind frá Svíþjóð. Þar sem að Sóldís vann öruggann sigur 120-108 og hélt því áfram í undanúrslit.
Í undanúrslitum mætti Sóldís Anna-Maria Lindkvist Jakobsen frá Danmörku. Þar náði sú Danska sigrinum 139-125 og Sóldís því á leiðinni í brons úrslitaleikinn.
Í brons úrslita mættust Sóldís og Moa Johansson frá Svíþjóð. Þar tók Sóldís forystuna í fyrstu umferð og sleppti henni ekki fyrr en öruggur sigur var í húfi 133-129. Sóldís vann því brons úrslitaleikinn og verðlaunapeninginn sem því fylgir.
Í liðakeppni mættu Sóldís og liðsfélagar hennar, Magnús Darri Markússon og Bergur Freyr Geirsson, í 8 liða úrslitum Svíþjóð (lið 2). Þar sem að Íslendingarnir unnu Svíjana mjög örugglega 215-193 og héldu því áfram í undanúrslit. Þau slógu einnig landsliðsmetið í útsláttarkeppni liða sem var áður 183 stig.
Í undanúrslitum mættu Íslendingarnir liði Finnlands. Þar voru Finnarnir þó sterkari og unnu Ísland 215-205. Finnarnir fóru því í gull úrslita leikinn og Íslendingarnir í brons úrlistaleikinn. Liðið okkar er þó eitt sterkasta sem Ísland hefur skipað enda skoruðu þau aftur yfir gamla landsliðsmetinu sem var 183 stig.
Í brons úrslitaleiknum mætti Ísland Danmörku. Þar tóku Danir öruggann sigur 223-200 og tóku bronsið. Ísland endaði því í fjórða sæti á NM ungmenna. Vert er að geta að Danmörk er ein sterkasta þjóð í heimi í trissuboga, og lið þeirra í meistaraflokki er í öðru sæti á heimslista í dag. Og aftur skoruðu þau yfir gamla landsliðsmetinu sem var 183 stig. Þó að það met teljist aðeins hafa verið slegið einu sinni þá er það mjög flott hjá okkar krökkum að skora alltaf yfir eldri stuðli í þróttinni.
Niðurstöður af NM ungmenna 2025:
- Sóldís Inga Gunnarsdóttir – Brons (3 sæti) – Trissuboga U16 kvenna – BFB
- Sóldís Inga Gunnarsdóttir – 4 sæti – Trissuboga U16 lið (Ísland)
- Íslandsmet Sóldís Inga Gunnarsdóttir – trissubogi U16 kvenna undankeppni (BFSÍ) – 629 stig – Metið var áður 568
- Landsliðsmet Trissuboga U16 lið undankeppni – 1803 stig – Metið var áður 1647
- Sóldís Inga Gunnarsdóttir
- Bergur Freyr Geirsson
- Magnús Darri Markússon
- Landsliðsmet Trissubogi U16 lið útsláttarleikur – 215 stig – Metið var áður 185 stig
- Sóldís Inga Gunnarsdóttir
- Bergur Freyr Geirsson
- Magnús Darri Markússon
- (Þau slógu metið tæknilega séð þrisvar með 215, 205 og 200 stig í útsláttarleikjunum á NUM)
Frekari upplýsingar er mögulegt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér fyrir neðan
Íslendingar á NM ungmenna taka heim 4 gull, 9 silfur og 6 brons