Sóldís Inga Gunnarsdóttir í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi keppti á NM ungmenna utandyra (NUM) í Óðinsvé Danmörku 3-7 júlí með mjög góðu gengi,
Í einstaklingskeppni NM sat Sóldís hjá í 16 manna úrslitum og hélt því beint í 8 manna úrslit. Sóldís mætti í 8 manna úrslitum Anna-Maria Lindkvist Jakobsen frá Danmörku, leikurinn var mjög jafn en endaði með sigri Sóldísar 130-129. Sóldís mætti næst í undanúrslitum Emilia Malmborg frá Svíþjóð og þar setti Sóldís Norðurlandametið í leiknum sem hún vann 134-125 og kom sér í gull úrslitaleikinn. Sóldís mætti annarri Sænskri stelpu í gull úrslitaleiknum Julia Hola, en þar vann sú Sænska 127-114 og Sóldís tók því silfur á NM ungmenna í einstaklingskeppni. Miðað við skorið hennar í útsláttarkeppni þá er auðséð að hún á möguleika á því að vinna NUM í framtíðinni.
Í undankeppni NM ungmenna setti Sóldís ásamt liðsfélögum sínum Íslandsmet í liðakeppni NUM. Í útsláttarkeppni liða á NUM voru Sóldís og liðsfélagar hennar Magnús og Eydís svo slegin út í 8 liða úrslitum og enduðu því í 7 sæti í liðakeppni á NM ungmenna.
Samantekt af niðurstöðum Sóldísar á NUM:
- 2 sæti trissuboga kvenna U16 einstaklingskeppni á NM ungmenna
- Norðurlandamet trissubogi kvenna U16 útsláttarkeppni – 134 stig
- 7 sæti trissuboga U16 liðakeppni á NM ungmenna
- Trissuboga U16 NUM landsliðsmet undankeppni – 1647 stig
- Eydís Elide Sæmunds Sartori BFB
- Sóldís Inga Gunnarsdóttir BFB
- Magnús Darri Markússon BFB
Frekari upplýsingar um mótið er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Ísland hér: