Master Games eru frábær tækifæri fyrir þá sem byrjuðu eldri í íþróttinni til þess að kynnast alþjóðlegri keppni í skemmtilegu umhverfi, með öðru fólki á svipuðum aldri með svipuð markmið, þátttaka og hafa gaman. Getustig er auka atriði á þessum mótum, þó að þetta sé samt keppni og allir að reyna að gera sitt besta hehe 😉
Þó að mótið heiti Pan-American Master Games þá er það opið þátttöku fyrir alla, óháð því hvaða heimsálfu þeir eru frá.
Keppt verður í eftirfarandi keppnisgreinum í utandyra markbogfimi:
- Trissuboga (Compound)
- Sveigboga (Recurve)
- Berboga (Barebow)
Í eftirfarandi aldursflokkum:
- 30+ (30 ára og eldri)
- 40+ (40 ára og eldri)
- 50+ (50 ára og eldri)
- 60+ (60 ára og eldri)
- 70+ (70 ára og eldri)
Fjarlægðir og skífustærðir eru áætlaðar:
- 70 metrar 122cm skífa (sveigbogi 30+ og 40+)
- 60 metrar 122cm skífa (sveigbogi 50+, 60+ og 70+)
- 50 metrar 122cm skífa (berbogi allir aldursflokkar)
- 50 metrar 80cm skífa (trissubogi allir aldursflokkar)
Keppendur bóka sínar eigin ferðir og skráning á mótin fer fram í gegnum vefsíðu leikana.
Heimasíða Cleveland Master Games 2024
https://clevelandmasters2024.com/sports/archery/
Haldin eru Master Games mót á hverju ári á vegum IMGA (International Master Games Association) sem eru opin öllum í heiminum. Heimasíða IMGA
- European Master Games (var 2023 í Finnlandi og ætti að vera næst 2027)
- Pan-American Master Games (2024 í Cleveland)
- World Master Games (2025 í Taipei)
- Asia-Pacific Master Games ( Væri venjulega 2026, en það er ekki komin staður eða ár enþá, þar sem að dagskráin hefur hliðrast út af Covid og er enþá að jafna sig)
Hér er hægt að finna þátttöku og skor frá síðasta Master Games móti í Finnlandi https://www.ianseo.net/Details.php?toId=14306
Þannig að ef þú ert bogfimi áhugamaður, afhverju ekki að skipuleggja sumarfríið í kringum þátttöku á Master Games 😉
Ef þig vantar aðstoð eða frekari upplýsingar geturðu leitað upplýsinga í íþróttafélaginu þínu eða hjá Bogfimisambandi Íslands og þeir gefa glaðir ráð 😊