
Íslandsmeistarmót Trissuboga Innandyra verður haldið laugardaginn 22. Mars 2025
Skráning á mótið lýkur 8 Mars. Hægt að skrá sig hér.
Til upplýsingar: ÍM í meistaraflokki verður skipt í sér mót fyrir hverja keppnisgrein (Trissuboga, Sveigboga og Berboga & Langboga). Markmiðið er að stytta mótin til að minnka álag á keppendur og staff, mögulega auðvelda þeim sem búa út á landi að stytta ferðir sínar, gefa þeim sem vilja keppa í mörgum keppnisgreinum færi á því að keppa í þeim greinum sem þeir kjósa með minna álagi, auka sýnileiki Íslandsmeistara í hverri grein og mögulega koma fyrir fleiri einstaklingum/liðum í útsláttarkeppni í hverri keppnigrein o.fl. WA hefur lengi íhugað að gera það sama með HM/EM, en hefur ekki náð að koma því fyrir í alþjóðlega mótaskipulaginu og því tilvalið að Ísland leiði þróunina. Markmiðið í framtíðinni væri mögulega að sameina ÍM í einni keppnisgrein með einu Íslandsbikarmóti á hverri helgi yfir tímabilið, með því myndi það stytta ferðir þeirra sem búa út á landi um 25% yfir árið. En fyrst er áætlað að prófa skiptingu keppnisgreina í sér mót til að safna reynslu um hvernig það mun ganga.
Sér skráning er fyrir hvert mót og mögulegt að finna hlekk á skráningar þeirra allra á Mótakerfi BFSÍ mot.bogfimi.is