3 manna hópur frá Skotfélagi Ísafjarðar keppti í fyrsta sinn á Norðurlandameistaramóti Ungmenna í bogfimi. 2 keppendur og 1 þjálfari.
Veðrið var gífurlega vont á mótinu og hjálpaði ekki mikið. “Þetta er eins og að vera í þvottavél blástur og blautt”
Georg Rúnar Elfarsson endaði í undankeppni með 136 stig í 19 sæti í sveigboga U21 og Lilja Dís Kristjánsdóttir með 98 stig undankeppni í 22 sæti í sveigboga U18.
Georg lenti á móti Odin Foss Sjotun frá Noregi sem var í 14 sæti í undankeppni og tapaði 6-0 fyrir honum. Georg endaði í 17 sæti í lokakeppninni
17 | ELFARSSON Georg Runar | ICE | Iceland | 136-19 | 0 |
Lilja Dís lenti á móti Linn Lindsjö frá Svíþjóð sem var í 11 sæti í undankeppni, Lilja tapaði 6-0 fyrir Linn og endaði í 17 sæti á mótinu eins og Georg.
17 | KRISTJANSDOTTIR Lilja Dis | ICE | Iceland | 98-22 | 0 |
Kristján Guðni Sigurðsson faðir Lilju kom með sem þjálfari þeirra. Feðginin eiga bæði 1 Íslandsmet, Lilja í U18 sveigboga innandyra og Kristján E50 met utandyra.
Myndirnar í góða veðrinu voru teknar daginn áður á æfingu í góða veðrinu.