Guðbjörg Reynisdóttir úr Bogfimifélaginu Hróa Hetti í Hafnarfirði (BFHH) vann Íslandsmeistaratitlinn í berboga kvenna utandyra sjöunda árið í röð á Íslandsmeistaramótinu utandyra í bogfimi (ÍM24) sem haldið var á Hamranesvelli í Hafnarfirði helgina 20-21 júlí. Ásamt því tók hún 2 silfur, 1 í félagsliðakeppni berboga ásamt liðsfélögum sínum og 1 í berboga óháð kyni.
Heba Róbertsdóttir úr Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi (BFB) var andstæðingur Guðbjargar í gull úrslitaleik berboga kvenna. Gaman er að geta þess að þarna eru sterkir keppendur að etjast í gull úrslitaleiknum á ÍM24. Heba vann silfur í liða á EM U21 inni í febrúar og silfur á NM ungmenna í júlí, ásamt því að bæta Íslandsmet Guðbjargar og bæta Norðurlandmetið í U21 flokki. Guðbjörg var í 6 sæti á EM innandyra í febrúar í meistaraflokki og var ekki langt frá að taka brons í liðakeppni, og á ÍM24 bætti hún metið sem Heba var að bæta á NUM.
Gull úrslitaleikur kvenna byrjaði jafn og þær deildu stigum í fyrstu lotu 1-1, en svo fór Guðbjörg í gang og tók næstu 2 lotur örugglega staðan því 5-1 og í síðustu lotunni náði Guðbjörg sigrinum í lotunni 17-16 og vann því leikinn 7-1 og tók sjöunda Íslandsmeistaratitil sinn í röð utandyra. Astrid Daxböck úr Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi tók bronsið eftir að andstæðingur hennar mætti ekki í brons úrslitaleikinn, sem er í fyrsta sinn sem það gerist á Íslandi.
Einnig er keppt um titil óháð kyni þar sem að konur/karlar/kynsegin og allir keppa. Þar komst Guðbjörg einnig í gull úrslitaleikinn þar sem að hún mætti Gumma Guðjónssyni úr BFB. Leikurinn var mjög jafn, Gummi tók fyrstu lotu 2-0, Guðbjörg jafnaði svo 2-2 og komst yfir í þriðju lotu 4-2, Gummi jafnaði svo 4-4 og síðasta lotan til að ákvarða Íslandsmeistara óháð kyni eftir. Þar skaut Guðbjörg 17 stig á móti 22 frá Gumma og Guðbjörg tók því silfrið óháð kyni.
Í gull úrslitum félagsliða berboga mætti Guðbjörg ásamt liðsfélögum sínum í BFHH Auðunn Andri Jóhannesson og Ragnheiður Íris Klein liði Bogans úr Kópavogi BFB. BFHH tók fyrstu lotu 2-0, Boginn jafnaði svo 2-2 og tók forystuna 4-2, BFHH tók síðustu lotuna og jafnaði 4-4. Það þurfti því bráðabana til þess að ákvarða sigurvegara. Þar tók Boginn sigur með 19 stig á móti 13 og Guðbjörg tók því silfrið í liðakeppni með liðsfélögum sínum.
Þannig að Guðbjörg varði sigurröð sína utandyra í berboga kvenna, sló Íslandsmetið í berboga kvenna og tók 2 silfur til viðbótar. Og það var gott veður á Íslandsmóti sem er það sem er mest ótrúlegt af þessu öllu.
Mögulegt er að finna frekari upplýsingar um mótið í frétt Bogfimisambands Íslands hér: