Sigurjón miðar á að vinna sæti aftur á Evrópuleikana og 3 aðrir frá Íslandi með

4 keppendur taka þátt á Evrópubikarmóti (European Grand Prix) í bogfimi í Rúmeníu í næstu viku. Mótið hefst á þriðjudaginn með undankeppni trissuboga seinni part dags.

Mótið er mjög stórt og eru 504 einstaklingar sem taka þátt í því og 164 að keppa í sveigboga karla.

Einnig er keppt um sæti á Evrópuleikana (European Games) í liða og einstaklingskeppni á þessu móti. Sigurjón Atli Sigurðsson hefur áður keppt á Evrópuleikum 2015 í Baku Azerbaijan og er því góð von að ná sæti aftur fyrir Ísland á Evrópuleikana. En það verður erfitt að þessu sinni þar sem met fjöldi þátttekenda er á mótinu.

Hægt verður að fylgja með úrslitum á http://www.ianseo.net/Details.php?toId=4791 Livestream og myndir verður að finna hér http://www.archeryeurope.org/index.php?option=com_content&view=article&id=807&Itemid=815

Þeir sem fara á mótið og flokkarnir sem þeir keppa í.

Í sveigboga:

  • Sigurjón Atli Sigurðsson
  • Guðmundur Örn Guðjónsson
  • Ólafur Gíslason
  • Astrid Daxböck

Í trissuboga

  • Astrid Daxböck
  • Guðmundur Örn Guðjónsson