
Sigurbjörg Katrín Marteinsdóttir í Íþróttafélginu Akri á Akureyri endaði í 7 sæti í liðakeppni og 9 sæti í einstaklingskeppni á Norðurlandameistaramóti ungmenna (NUM) sem haldið var 3-6 júlí í Boras Svíþjóð.
Sigurbjörg var í 10 sæti í undankeppni mótsins í trissuboga U16 kvenna og mætti í 16 manna úrslitum Frida Skodje Tomta frá Noregi. Þar sló sú Norska Sigurbjörgu út 77-20 og Sigurbjörg endaði því í 9 sæti í einstaklingskeppni NUM 2025
Í liðakeppni léku Sigurbjörg og liðsfélagar, Elísabet Fjóla Björnsdóttir og Birkir Björnsson, í liði Íslands gegn liði Finnlands í 8 liða úrslitum. Þar tóku Finnar sigurinn í leiknum 214-159, slógu Ísland (2) út og Sigurbjörg og liðsfélagar enduðu því í 7 sæti í liðakeppni á NUM.
Niðurstöður af NM ungmenna 2025:
- Sigurbjörg Katrín Marteinsdóttir – 9 sæti – Trissuboga U16 kvenna – ÍFA
- Sigurbjörg Katrín Björnsdóttir – 7 sæti – Trissuboga U16 lið (Ísland 2)
Frekari upplýsingar er mögulegt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér fyrir neðan
Íslendingar á NM ungmenna taka heim 4 gull, 9 silfur og 6 brons