
UMF Afturelding á Reykhólum voru svo stutt frá að vinna tvo Íslandsmeistaratitlum á Íslandsmóti U16 í bogfimi að þeir finna líklega en bragðið af gullinu. Félagið stóð sig mjög vel og tók 5 verðlaun í heildina sem setur félagið jafnt í annað sæti með Akureyringum á heildarverðlaunatölu á mótinu. Sem er hreint út ótrúlegt miðað við höfðatölu, 108 manna þorp með færri en 250 í heild í hreppnum að standa jöfnum fæti eða hærra en stærstu bæjarfélög á landinu, það má alveg vera saga til næsta bæjar 😉
Í berboga U16 karla voru Svanur Gilsfjörð Bjarkason og Ingólfur Birkir Eiríksson í öðru og þriðja sæti undankeppni mótsins, á eftir Henry Johnston úr BFB Kópavogi (sem endaði í 5 sæti á EM U21 fyrr á árinu). Ingólfur vann titilinn í þessum flokki í fyrra.
Í 8 manna úrslitum vann Ingólfur sinn leik gegn Degi Ómarssyni úr Kópavogi 6-0 og Svanur vann sinn leik gegn Patrek Ými Andrason frá Akureyri 7-3. Svanur og Ingólfur mættust svo í undanúrslitum þar sem Svanur tók sigurinn í mjög jöfnum leik sem endaði 6-4. Svanur fór því í gull úrslitaleik og Ingólfur keppti um bronsið í berboga U16 karla.
Í gull úrslitum karla mættust Svanur og Henry Johnston úr BFB Kópavogi, leikurinn var mjög jafn og munaði aðeins 1 stigi á þeim í fyrstu tveim lotunum, en alltaf í hag Henry sem tók á endanum sigurinn 6-0, og Svanur tók því silfrið í berboga U16 karla. Ingólfur vann brons úrslitaleikinn nokkuð örugglega 6-2 á móti Húna Georg úr BFB Kópavogi. Aftureldingarmenn því með silfur og brons í berboga U16 karla.
Í berboga U16 (óháð kyni) voru Svanur Gilsfjörð Bjarkason og Ingólfur Birkir Eiríksson í öðru og þriðja sæti undankeppni mótsins. Í 8 manna úrslitum vann Ingólfur sinn leik örugglega gegn Ásþór Bóa frá Akureyri 6-0 og Svanur vann sinn leik gegn Auður Alma frá Ísafirði 6-2. Svanur og Ingólfur mættust svo aftur í undanúrslitum þar sem Svanur tók sigurinn örugglega 6-0. Svanur fór því aftur í gull úrslitaleikinn og Ingólfur aftur að keppa um bronsið.
Í gull úrslitum (óháð kyni) mættust Svanur og Henry Johnston aftur. En nú var úrslitaleikurinn ansi jafn. Henry tók fyrstu tvær loturnar 4-0 en Svanur tók næstu tvær og jafnaði 4-4, með eina lotu eftir. Í síðustu lotunni réðst sigurinn á síðustu örinni þar sem Svanur hefði unnið titilinn með 10 en skaut 6. Svanur tók því annað silfrið sitt á mótinu. Ingólfur endaði líka í mjög jöfnum brons úrslitaleik á móti Eygló Midgley úr BFHH Hafnarfirði. Eftir fjórar af fimm lotum var jafnt á milli þeirra 4-4, en Ingólfur tók sigurinn í síðustu lotunni af miklu öryggi 26-15 og því sigurinn í leiknum 6-4 og bronsið í flokknum Aftureldingarmenn því með silfur og brons í berboga U16 (óháð kyni).
Í berboga U16 félagsliðakeppni tóku Svanur og Ingólfur silfrið fyrir UMF Aftureldingu, en ekki munaði mikið á stigunum BFB í Kópavogi tók gullið með 896 stig á móti 877 stigum frá Aftureldingarmönnum. Akureyringar tóku bronsið. En vert er að geta að UMF Afturelding vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 100 ára sögu íþróttafélagsins á Íslandsmóti U16 á síðasta ári, sem var einmitt titillinn í félagsliðakeppni. Ásamt því að settu Aftureldingarmenn Íslandsmetið í félagsliðakeppni á ÍM U16 í fyrra, met sem stendur en í dag, 905 stig.
Heildar árangur UMF Aftureldingar á Reykhólum á Íslandsmóti U16 3 silfur og 2 brons:
- Silfur berboga U16 karla – Svanur Gilsfjörð Bjarkason
- Brons berboga U16 karla – Ingólfur Birkir Eiríksson
- Silfur berboga U16 (óháð kyni) – Svanur Gilsfjörð Bjarkason
- Brons berboga U16 (óháð kyni) – Ingólfur Birkir Eiríksson
- Silfur berboga U16 félagsliða – UMF Afturelding
- Svanur Gilsfjörð Bjarkason
- Ingólfur Birkir Eiríksson
- 2 sæti á heildarfjölda verðlauna á ÍM U16
Íslandsmót U16 innandyra var haldið í Bogfimisetrinu laugardaginn 12 apríl 2025.
Keppt er í fjórum keppnisgreinum
- sveigboga
- berboga
- trissuboga
- langboga/hefðbundnum bogum.
Keppt er um 4 Íslandsmeistaratitla í hverjum flokki
- Einstaklings karla
- Einstaklings kvenna
- Einstaklings (óháð kyni)
- Félagsliða (óháð kyni)
Mögulegt er að finna frekari upplýsingar hér:
- Streymi undankeppni https://www.youtube.com/watch?v=BDRQR8l-aaI
- Streymi gull úrslitaleikir https://www.youtube.com/watch?v=a1qA2DmsKPA
- Niðurstöður https://www.ianseo.net/Details.php?toId=21364
- Myndir https://bogfimi.smugmug.com/%C3%8DM-U16-inni-2025
- Frétt frá Bogfimisambandi Íslands fyrir neðan